5.3.2010 | 00:22
950 - Af hverju er Ísbjörg Kjartansdóttir?
Ætli ég haldi ekki áfram að skrifa um Icesave og þess háttar vitleysu fram að þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnst samt meira gaman að skrifa um annað og held að lesendur mínir kynnu betur að meta það.
Það sem ég vildi sagt hafa er að líklega semja Bretar og Hollendingar við okkur á síðustu stundu eða þeir semja alls ekki. Með því að semja nú geta þeir haft áhrif á atkvæðagreiðsluna. Auðvitað er ekki að vita hver þau áhrif verða en að henni lokinni hafa þeir enga ástæðu til að flýta sér að semja.
Samninganefndin sem nú er í Bretlandi er alls ekki samninganefnd ríkisins heldur allra þingflokkanna. Ekki er þó að sjá að Sigmundur Davíð vilji semja en hugsanlega Bjarni Ben. Ég er alveg andvígur SDG í því að samningsleysi er mun verra en samningur. Þetta mál verður ekki leyst öðruvísi. Hægt er að rövla og rífast um lagaflækjur og þess háttar út í það óendanlega.
Vonandi verður næsta þjóðaratkvæðagreiðsla um eitthvað áþreifanlegra. Til dæmis um kvótann eða hvort efna skuli til stjórnlagaþings og þá hvenær og hvernig. Með nýrri stjórnarskrá yrði væntanlega gengið af núverandi flokkaskipan dauðri. Er það ekki einmitt það sem flestir vilja?
Réttast væri að halda stjórnlagaþing fljótlega. Slík þing voru síðast í tísku þegar einveldi konunga leið undir lok og lýðræði tók við. Lýðræði það sem við Íslendingar höfum búið við að undanförnu hefur reynst stórlega gallað og stjórnarskrá sú sem við höfum haft lengi er í raun ekki annað en plagg sem Danir hentu í okkur á sínum tíma og að flestu leyti afrit af þeirra eigin stjórnarskrá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Auðvaldið mátti ekki styggja
og talsamband varð að tryggja.
Landsbankann skyldi gefa,
góðvinum FLokksins án efa,
óviturt eftir á að hyggja.
Bjöggi í botn allt gaf
ekkert var slegið af
Skipun dagsins var gróði,
gáfu í flokkanna sjóði,
sigldu á Ísbjörg og sukku í kaf
áhöfn þjóðarskútunnar svaf.
Um oss Jóhanna reisti gjaldborg
gaf hún samt loforð um skjaldborg.
Skálkar fengu að sukka,
svo á okkur að rukka,
reist verður kannski tjaldborg?
Aðrar þjóðir oss ofbeldi beita
Bretland og Holland þær heita.
Til reiði þeir mig reita
ráðningu mun ég þeim veita
og Icesave á laugardag neita.
Theódór Norðkvist, 5.3.2010 kl. 02:58
Held hann SD hundfúll sé,
honum ekkert látum í té,
í fyrra varð í flokknum B,
formaður eins og Mao Tse.
Þorsteinn Briem, 5.3.2010 kl. 03:20
Fínustu vísur hjá ykkur Theódór og Steini........Fyrir mér og fleirum er að koma upp óskastaða. Nú er bara að vona að við (og þá reynir að sjálfsögðu mest á skrípastjórnina sem við höfum nú við völd) náum að nýta okkur hana. Í stað þess að bíða skjálfandi á hnjánum og vona að sá brúni opni munninn og mæli við okkur þá væri best ef hann sleppti því alfarið og færi bara í mál við okkur. Þannig fengist vonandi réttlát niðurstaða í þetta mál. Ég held við íslendingar gætum sætt okkur við að skuldinni væri skipt jafnt í 3 hluta, á milli okkar, breta og hollendinga. Við eigum öll jafna sök á því hvernig komið er.
assa 5.3.2010 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.