3241 - Heimsmálin og fleira

Já, ég veit vel að það er stefna flestra sveitarfélaga að gamalt fólk sé heima hjá sér eins lengi og kostur er. Samt er það svo að þröskuldar og hvers kyns mishæðir, hurðarpumpur,  rok og þessháttar er oft hindrun á vissan hátt.

Þegar maður er kominn á minn aldur (ég verð 83 ára næsta haust) sættir maður sig yfirleitt við það sem maður hefur og gerir sjaldan kröfu um meira, en öll breyting verður fyrirkvíðanleg.

Trump var af nægilega mörgum Bandaríkjamönnum álitinn skárri kostur en Kamala Harris. Hugsanlegt er að tugir þúsunda Demókrata hefðu leikið sér að því að sigra Trump, en á það reyndi aldrei.

Ég skildi aldrei hversvegna Demókratar kusu ruglað gamalmenni til að fara í forsetaframboð fyrir sig á síðasta ári, satt að segja. Þegar Biden þóttist vera að hlaupa var það beinlínis hlægilegt og brjóstumkennanlegt.

Trump stefnir á einangrun að mínu viti, og vel getur verið að honum takist það. Þá er ég hræddur um að Kínverjar muni sigla framúr Bandaríkjamönnum á flestum sviðum fyrr en ella.

Hættur.

IMG 2969Einhver mynd.


Bloggfærslur 2. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband