3237 - Um heimsmál

Nú er klukkan rúmlega eitt á laugardegi milli jóla og nýárs og árið er 2024. Samt er ég að hugsa um að byrja á næsta bloggi, því ég er í sæmilegu skrifstuði. Kannski er ég að koma til í þessu. Aldrei að vita.

Ég er vinstri sinnaður í pólitík á því er enginn vafi. Og ég skammast mín ekki nokkurn hlut fyrir það þó ég bloggi hér. Þægilegast finnst mér að skipta flokkum eftir þeim línum. Þ.e. í vinstri og hægri. Auðvitað skil ég að sú skipting er dálítið úrelt, en samt hjálpleg. Einnig finnst mér þægilegt að skipta flokkum eftir heimsmálum og oft er það ágætt. Annars er flokkspólitík yfirleitt mannskemmandi.

Nú um stundir finnst mér oft best að skipta flokkum eftir svæðum, ef annað er ekki hægt. Þannig eru, að mér finnst, Vestrurlandabúar yfirleitt einstaklingshyggjumenn en þeir sem búa í Austurlöndum meira fyrir samvinnuna.

Kannski ég láti þetta duga að sinni, enda er ég búinn að vera lengi að þessu og skrifa hægt.

IMG 1126Einhver mynd.


Bloggfærslur 30. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband