3196 - Matur er mannsins megin

Ég er stundum að velta því fyrir mér af hverju ég borða miklu minna núna en ég gerði. Einkum borðaði ég mikið á heilsuhælinu. Sennilega var það í og með af því að þannig fæði á betur við mig. Ástæða þess að ég borða ekki eins mikið núna er að svolitlu leyti, ímynda ég mér, sparnaður. Við lifum óhemju spart, en það finnst mér allsekki vera aðalástæðan. Önnur ástæða er leti. Aðrar ásæður veit ég ekkert um. Þær eru samt örugglega mjög mikilvægar. Eiginlega hef ég ekki komist að niðurstöðu um þetta, þrátt fyrir talsverðar umþenkingar.

Sumum kann að finnast þetta lítilsvirði sem umræðuefni, en það er ekki rétt. Heilbrigðisvísindi eru mikilvæg. Óneitanlega er maður það sem maður étur. Um það er þarflaust að deila.

Ómótmælt er að öll sú kjötframleiðsla sem stunduð er, er ekki umhverfisvæn. Þarflaust er um það að deila. Að láta allt þetta grasmagn fara gegnum maga jórturdýra til að breyta því í kjöt er óhagkvæmt mjög og mun smám saman breytast. Ég er ekki endilega að predika að allir gerist grasætur, en neysla jurtafæðis hverskonar mun á næstu árum aukast mjög og er það vel.

Á sama tíma munu veiðar hvers konar, að meðtöldum fiskveiðum dragast mjög saman. Slíkt er óhjákvæmilegt. Vonandi verður nýbyrjuð öld ekki öld styrjalda, þó sú síðasta hafi á margan hátt verið það.

Í dag er mánudagur og e.t.v. ráðast örlög ríkisstjónarinnar í dag. Ég held samt að Sjálfstæðismenn munu lúffa og Katrín sýna hvað í henni býr. Hún virðist ekki þurfa nema að setja BB stólinn fyrir dyrnar og að hann muni þá láta í minni pokann. Annars er þetta óljóst.

Læt þessum hugleiðingum hér með lokið, enda kominn tími til.

IMG 3538Einhver mynd.


3195 - Kattavísindi

Mamma og Amma sögðu alltaf að þau sem sáu óorðna hluti sæmilega fyrir hefðu svokallaðan „sagnaranda“. Þar gat bæði verið um dýr og fólk að ræða. Jói segir að Breki viti alltaf uppá hár hvenær Hafdís kemur heim. Ég var víst eihverntíma búinn að lofa að segja eitthvað um sálarlíf katta. Ekki hef ég í hyggju að gera það núna, en heyrn þeirra kemur þar við sögu. Eins og flestir vita hafa kettir afburðagóða heyrn. Hún ásamt innbyggðri klukku nægir að mínu viti til þess að skýra þetta með Hafdísi. Kettir vita ávallt með 100% nákvæmni úr hvaða átt hljóð kemur. Sennilega vita þeir einnig hve langt er að upptökum hljóðsins og geta þannig greint bílhljóð útí hörgul. Þetta með „gestaspjótið“ er erfiðara að skýra, en verið gæti að það væri verulega ýkt.

Annars er sálarlíf katta gagnmerk vísindi og verður seint lokið. Alltaf má þó reyna.

Fyrir utan þetta hef fátt að segja núna og læt þessu því lokið. Auðvitað er þetta blogg í styttra lagi, en við því er ekkert að gera. Skárra er að blogga stutt en allsekki.

Bið ég svo hugsanlega lesendur vel að lifa.

IMG 3539Einhver mynd.


Bloggfærslur 22. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband