3143 - Krúttsprengja

Nú skil ég „orðið“ krúttsprengja. Ef þetta litla tveggja vikna stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjögurra mánaða gamla frænda síns er eitthvað þá er hann einmitt algjör „krúttsprengja“. Sjá myndir o.fl. á Facebook-síðu Áslaugar.

Annars er þessi helgi búin að vera viðburðarík. Á föstudaginn fór ég til augnlæknis. Áslaug keyrði. Í gær fórum við fyrst til Borgarness og síðan að Þingvallavatni þar sem við vorum í mikilli veislu hjá Hafdísi og Guðmundi í sumarbústað þeirra þar, en verið var einmitt að halda uppá 80 ára afmæli hans.

Ýmislegt fleira mætti tína til, en það á ekkert erindi á þetta blogg og þess vegna sleppi ég því að sinni.

IMG 3377Einhver mynd.


Bloggfærslur 26. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband