3159 - Kattablogg einu sinni enn

Myndin sem fylgdi síðasta bloggi var ekki af Doppu Dimmalimm heldur af Elizabeth von Kattholt, sem nú er dáin. Myndir eru til af Doppu en ég skirrist við að birta þær. Það var fyrir hreina tilviljun sem myndin af Lísu (eins og hún var yfirleitt kölluð) birtist þarna. Ég er nefnilega önnum kafinn við að endurnýta myndir. Þar að auki veit ég ekki hvort nokkur eftirspurn er eftir Doppu-myndum.

Held að Lísa hafi á sínum tíma kostað krónu. Kannski var það Hólmfríður Högnadóttir sem kostaði eina krónu á sínum tíma. Eiginlega finnst mér að allt ætti að kosta eina krónu í Krónunni, en það er önnur saga. Man eftir mjólkurstríðinu milli Bónuss og Krónunnar. Það var nokkru seinna sem ég gerði athugasemd við strarfsmann Krónunnar útaf verðmerkingu. Þá var mér sagt að þetta væri svona samkvæmt beinum og skýrum fyrirmælum forsætisráðherra landsins, sem á þeim tíma var Jóhanna Sigurðardóttir. Mér féll allur ketill í eld við þessar upplýsingar og sagði ekki múkk meira.

En þetta var útúrdúr. Man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa um, en líklega er þetta orðið alveg passlega langt blogg að þessu sinni.

Jú, ég held að ég hafi ætlað að skrifa eitthvað um sálarlíf katta, þó ég sé nú enginn sérfræðingur á því sviði. Kattafólk ætti að fylgjast með þessu bloggi, því vel getur verið að ég geri alvöru úr þessu bráðlega. Mér finnst merkilegra að skrifa um það en að skrifa daglega um Samherja eins og sumir gera.

IMG 3833Einhver mynd.


Bloggfærslur 21. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband