3094 - Enn um Talibana

Moggabloggið virðist hafa gefist upp á fésbókinni. Í gær skrifaði ég dálítið um Talibana og ætlaði að auglýsa það á fésbókinni eins og ég er vanur. Fann ekki þann hnapp sem ég geri það oftast með og þar af leiðandi geri ég ráð fyrir að stjórnendur Moggabloggsins hafi gefist upp á fésbókinni. Nú, jæja ég get þó bloggað á Moggablogginu ennþá. Kannski þetta verði til þess að ég taki fésbókina aftur í sátt. Flestir virðast nota hana töluvert mikið.

Það er afleitt að utankjörfundaratkvæðagreisla skuli vera hafin áður en öll framboð eru fram komin. Þetta er klúður og Alþingismenn hljóta að bera ábyrgð á þessu. Eiginlega er það ekki ásættanlegt að allskonar klúður og mistök skuli vera jafn algeng þarna og raun ber vitni. Það þing sem kosið verður núna í september þarf endilega að ráða bót á þessu. Alþingismenn eru ekkert of góðir til þess að lesa vel yfir það sem þeir samþykkja. Hefðir og venjur eru alltof ráðandi þarna.

Varðandi lagaskilning er það orðið alltof algengt að sú skoðun sé almenningseign að hægt sé að skjóta ágreiningi við hæstarétt til erlendra dómstóla. Til dæmis til Mannréttindadómstólsins. Svo er ekki. Úrskurðir hæstaréttar eru endanlegir. Álit annarra dómsóla og erlendra kann að skipta máli, en um endanlegan dóm er alls ekki að ræða. Hugsanlega er þetta vegna ruglinslegra laga frá Alþingi.

Af hverju er sjálfsagt og eðlilegt að hjálpa Afgönum, en allt í lagi virðist vera þó herinn í Myanmar (Burma) drepi alla sem þeim er illa við? Talibanarnir segjast a.m.k. ætla að vera til friðs. Held ekki að um sömu eða samskonar menn sé að ræða og fyrir rúmum 20 árum. Hver veit nema þeir séu skárri núna. Miklar breytingar hafa orðið. Ekki síður i Afganistan en annarsstaðar.

IMG 4482Einhver mynd.


Bloggfærslur 26. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband