3093 - Talibanar

Öll ofsatrú er til bölvunar. Ekki síst er hægt að heimfæra þetta á Talibanana í Afganistan þessa dagana. Auk þess eru þeir Íslamstrúar svo engin furða er þó þeir séu fordæmdir hér á Vesturlöndum. Ósamræmi er samt í því að annarsvegar er a.m.k. hálf þjóðin þar sögð í hættu (kvenkynið sérstaklega) og hinsvegar að NATO-þjóðirnar segjast ætla að bjarga öllum þaðan sem á annað borð vilja fara. Afganir eru sagðir vera næstum 40 milljónir talsins.

Samkvæmt fréttum má ekki bera blak af Talibönum þessa dagana. Það gerir samt Bjarni frændi minn Harðarson í Fréttablaðinu í dag. Einhvers staðar sá ég haft í hótunum við þá sem það voguðu sér. Auðvitað veit ég ósköp vel að fáir hugsa á þann veg en umræðan um Afganistan hefur verið ákaflega einlit síðustu daga.

Ekki er því að neita að ýmislegt angrar Afgani þessar vikurnar. Ekki aðeins hefur geysað stríð þar í allmarga áratugi, heldur eru það núna Talibanar, þurrkar, og Covid-19 sem þeir þurfa að óttast. Takið eftir því að kóvítinn er ekki efstur á lista þarna þó hann sé það víða.                                                                                                                                                                                      Lýðræði tíðkast ekki í Afganistan. Ekki heldur í Kína. Það er sagt vera til staðar í Rússlandi meðal annars, en kannski er það einskonar föðurlandsást sem grasserar þar. Margir telja að lýðræðið sé æðsta og merkasta stjórnskipulagið og heimili þess og varnarþing sé í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ef dollarinn mundi yfirgefa USA yrði sennilega lítið eftir þar. Ofsatrúin og samsæriskenningarnar ásamt fáfræðinni um heiminn utan Bandaríkjanna eru áberandi í bandarísku þjóðlífi. Og ekki er hægt þar fyrir fylkin að hætta að vera memm. Völd og áhrif alríkisins eru alltof mikil þar.

Lagaflækjur í Bandaríkjunum eru eins miklar og í Njálu. Ef lagaflækjum og ættartölum væri sleppt í Brennu-Njáls sögu gæfi hún nútíma glæpasögum ekkert eftir. Jafnvel ekki í dag.

IMG 4532Einhver mynd.


Bloggfærslur 25. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband