3053 - Andskynsemi

Það er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað. Þó er ég allsekki hættur. Það er samt ótttaleg vitleysa að vera að þessu ef maður hefur ekkert að segja.

Jón Atli er rektor Háskóla Íslands og talaði um daginn eitthvað um andskynsemi. Er þetta kannski bara skrauthvörf fyrir „andskotans vitleysa“. Einhver Rósa á Alþingi vill láta banna fólki með lögum að efast um að Helförin hafi átt sér stað nákvæmlega eins og haldið hefur verið fram. Hún hefur að ég held flutt um það frumvarp á Alþingi. Mér finnst afsakanlegt fyrir Þjóðverja að láta svona. Þeim er málið skylt. Veit ekki hvernig þessu er háttað í nágrannalöndum okkar, en bann af þessu tagi getur hæglega torveldað málfrelsi. Auðvelt er að segja að hatursorðræða eigi aldrei rétt á sér. Skilgreiningu gæti þó vantað á því hvað er hatursorðræða. Þó stundum sé erfitt með andmæli ættu allir að mega segja það sem þeim sýnist. Sé það gert á kurteislegan hátt og staðið við það ef því er mótmælt. Það eru jafnvel þónokkuð margir sem efast um að allt sem sagt er um loftslagsvá sé sannleikanum samkvæmt. Helförin og loftslagið eru orðin eins of hver önnur trúarbrögð. Auðvelt er að styðja þá sem maður er sammála, en ef fáránlegum skoðunum er haldið fram ætti fremur að mótmæla þeim með rökum en að banna þær. Einhverri konu á bandríkjaþingi var vikið úr nefndum nýlega sakir fáránlegra skoðana. Ekki var henni sparkað af þingi né sérstök lög sett til að banna henni þetta. Bandaríkjamenn eru líka orðlagðir fyrir frelsi og mannréttindi. Þessvegna var Trump .....bla, bla, bla. Sennilega hefur Þorsteinn Siglaugsson rétt fyrir sér þegar hann segir að ég eigi erfitt með að losna við Trump úr hausnum á mér.

Yfirleitt er auðvelt að hafa allt á hornum sér og vera fúll á móti. Ekki hvetur það þó til breytinga. Fáar hugmyndir komast nokkru sinni til framkvæmda. Þó er ekki ástæða til að amast við þeim. Dystópíu bækur eru miklu algengari en útópíu bækur. Markverðri þjóðfélagsgagnrýni má oft koma til skila í ævintýralegri dystópíu. Það gerði til dæmis Jónatan Swift á sinum tíma með sögunum af Gulliver. Enginn þarf að efast um að til dæmis „1984“ og „Veröld ný og góð“ séu ganrýnar bækur. Dystópískar jafnvel. Ekki er rétt að amast við allri gagnrýni þó hún fari stundum út yfir allan þjófabálk.

Nú er snjórinn loksins kominn hérna á Akranesi. Vonandi verður hann fljótur að fara. Gamalmennum eins og mér er nefilega meinilla við slabb og hálku. Einhverjir voru að mig minnir að óskapast um daginn vegna rigningarleysis. Ekki hann ég.

IMG 5045Einhver mynd.


Bloggfærslur 10. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband