3043 - Trump er víst ekki dauður úr öllum æðum enn

Sagði víst í síðasta bloggi að fésbókin væri leiðinleg. Ofan af því fer ég ekki. Það jákvæða við hana er þó að með yfirlegu er hægt að stjórna því sjálfur hve leiðinleg hún er. Sem myndbirtir og samakiptatæki er hún samt óviðjafnanleg. Helsti galli hennar er hve gífurlegur tímaþjófur hún er. Fólki hættir líka til aö líta á hana sem upphaf og endi alls. Tölvulæsi fólks almennt hefur hún aukið verulega og þarmeð samskipti öll og auðveldað þau.

Lengi hefur bókinni (ég á við almennt en ekki fés-) verið spáð dauða en þó er hún enn sprelllifandi. Lengi hafa bækur hér á Íslandi verið óhóflega dýrar. Svo er enn. Þó hafa þær ekki hækkað eins mikið í verði og margt annað. Útgáfa þeirra hefur með aukinni tækni og sérhæfinu orðið mun einfaldari með árunum og nokkurra ára gamlar hrapa þær oft mjög í verði. Er jafnvel hent í stórum stíl. Lestur er jafnmikilvægur núna á þessum tæknitímum og hann hefur alltaf verið. Allt annað er bara viðbót.

Það eru greinilega sérvitringar miklir sem skrifa hér á Moggabloggið að staðaldri. Þá sem lesa þessi ösköp er þó varla hægt að kalla sérvitringa. Kannsi lesa þeir líka einhver ósköp á fésbókinni. Mikið er held ég skrifað þar. Stór hluti af því held ég að sé bölvað stagl. Ekki þar fyrir að ég er viss um að sama eða svipað er hægt að segja um bloggið sem virðist vera út um allar trissur.

Nú er nýja árið komið og bóluefnið með. Óljóst er þó með dagsetningar. Hef séð það eftir Kára Stefánssyni haft að ESB hafi leikið af sér og fái bóluefni seinna en aðrir. Sennilega eru Íslendingar í slagtogi við ESB hvað þetta snertir.

Undarlegar eru þær fréttir sem berast af Trump og kosningasvindlkenningum hans. Útlit er fyrir að a.m.k. einir 10 öldungardeildarþingmenn repúblikana muni gera athugasemdir þegar þingið á að staðfesta 6. janúar n.k., það sem kjörmannaráðstefnan svokallaða hefur ákveðið og fara fram á að þingnefnd verði skipuð og kosningar í sumum fylkjum athugaðar nánar. Hingað til hefur þetta einungis verið málamyndagerningur og erfitt er að sjá annað en þetta sé gert eingöngu til að gera Biden erfiðara fyrir. Aukakosningarnar í Georgíu eru síðan 9. janúar að ég held. Þar gæti meirihlutinn í öldungadeildinni verið í húfi. Það getur semsagt dregið til einhverra tíðinda í sjórnmálum í bandaríkjunum á næstunni.

Einhver mynd.


Bloggfærslur 3. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband