3002 - Hútúar og Tútsar

Aldrei hef ég verið alveg viss um hvorir væru meira sekir í sambandi við fjöldamorðin í Rúanda og Búrúndí. Voru það Hútúar eða voru það Tútsar? Einhvern vegin rugla ég þessum þjóðum alltaf saman. Hvernig skyldi standa á því? Einnig rugla ég saman löndunum Rúanda og Búrúndí. Veit ekki einu sinni hvað höfuðborgirnar heita eða hvort er stærra og/eða fjölmennara. Auðvitað gæti ég spurt Gúgla að þessu og reynt að setja það á mitt sálarprik hver er hver. Margar sögur hef ég heyrt frá þessum tímum og síðar, en samt rugla ég allaf saman þessum þjóðum. Skil ekki hvernig á þessu stendur. Ekki er það vegna þess að ég eigi vanda til að rugla þjóðum saman. Kannski rugla ég fólki stundum saman. Ekki þarf það þó að vera líkt til þess að ég geri það. Svona er ég bara og kannski margir fleiri.

Nú er ég hættur að skrifa sögur. Í bili að minnsta kosti. Það er helst að Þorsteinn Siglaugsson hafi látið svo lítið að gagnrýna þessar sögur pínulítið. Gætir þess samt að hrósa ofboðlítið í leiðinni fyrir eitthvað annað. Ekki er það vegna þess að ég sé kominn í þrot með efni, sem ég hætti þessu, heldur hafa undirtektir lesenda minna ekki verið miklar. Ég er ekki að kvarta heldur að benda á staðreyndir.

Varðandi pólitíkina held ég að skoðanir mínar hafi ekkert breyst. Ég er t.d. ennþá þeirrar skoðunar að Trump tapi í kosningunum í nóvember. Þegar ég spáði því upphaflega var kórónuveiran þó ekki komin til sögunnar en núna held ég eins og svo margir aðrir að hann tapi fyrir Biden vegna hennar meðal annars.

Ég geld mikinn varhug við öllum þeim ótrúlegu vírusfréttum sem tröllríða flestum fjölmiðlum um þessar mundir. Rússneska bóluefnið virðist þó gefa nokkuð góða raun þó það hafi allsekki verið prófað nógu mikið. Ráðlegg þó öllum að bíða í rólegheitum a.m.k. til jóla.

Þó ég sé kominn á fjórða þúsundið með blogginnleggin mín er ástæðulaust að miklast af því. Þetta er einskonar dagbók og þar að auki eru mörg hver ansi stutt. Einkum uppá síðkastið. Löng históría er til um kvenmann sem kallaður var Síðkastið en ég fer ekki nánar útí það. E.t.v. væri þetta upplagt söguefni. Fæstar þeirra verða þó til vegna aumlegs útúrsnúnings. Mjög tíðkaðist i eina tíð meðal þeirra sem ég umgekkst einkum, að snúa útúr og breyta vinsælum söngtextum og dægurlagatextum. Nefni engin dæmi en það gæti ég þó gert ef eftir væri leitað. Druslur var það kallað í gamla daga þegar kirkjukórar og aðrir æfðu sig á vinsælum sálmalögum með öðrum textum en áttu að vera.

IMG 5524Einhver mynd.


Bloggfærslur 7. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband