13.7.2020 | 07:28
2980 - Fráflæðisvandi og fleira
Nýtt kalt stríð er greinilega í uppsiglingu. Að þessu sinni er það ekki á milli Sovétríkjanna og USA heldur er Kína komið í stað Sovétríkjanna. Pútín Rússlandsforseti er í hlutverki púkans á fjósbitanum, sem álítur það sinn hag að þessir fjendur eyði sem mestu í allskyns vopn og verjur, og til þess að hafa sem mest áhrif á aðrar þjóðir. Trump skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi nema kannski fyrir heimsku sakir. Bandaríkjamenn vilja gjarnan að Evrópuríkin sjái sem mest um sig sjálf. Englendingar vilja vera memm USA. Johnson er kannski ekki eins skyni skroppinn og Trump ræfillinn, þó Englendinar séu langt frá því að vera það heimsveldi sem þeir eitt sinn voru. Þetta eru hugleiðingar mínar um heimsmálin í dag.
Þessi intermittent fasting sem ég er búinn að vera í að mestu leyti í síðan um síðustu áramót gengur bara nokkuð vel og mér finnst ég hafa breyst talsvert við það. Ég fer líka í svona klukkutíma langa gönguferð flesta morgna. Kannski er skynsamlegt að blogga sem mest um sjálfan sig. Aðrir gera það ekki. Þessi blogg mín fá við það heilmikinn dagbókarsvip. Hver veit nema það sé einmitt af hinu góða. Þeir sem þó lesa þessi ósköp munu eflaust halda því áfram þó ég bloggi mest um sjálfan mig.
Um daginn kláraði ég að lesa bókina The Chomolungma diaries eftir Mark Horrell. Þetta er allnákvæm dagbók um göngu á Everest að norðanverðu eða frá Tibet. Venjulega er á gengið á fjallið að sunnarverðu eða frá Nepal. Þetta er bók sem ég fékk ókeypis í Kyndilinn minn frá Amazon. Sannar frásagnir af löngum og erfiðum ferðum eiga vel við mig. Mér leiðast krimmar. Þetta er nokkuð góð bók og engin ástæða til að efast um að nokkurn vegin satt og rétt sé sagt frá. Everest er alveg sérstakur bókaflokkur og ekki er hægt að fara í grafgötur með það að Mark Horrell er greinilega einn fremsti frásegjari af slíkum ferðum.
Nú er ég kominn á einn af þessum frægu biðlistum. Ég fór til augnlæknis um daginn og nú stendur til að skipta um augasteina í mér. Bíð semsagt eftir því að komast að hjá Landsspítalanum. Sem betur fer kvelst ég ekki neitt og finnst ég sjá alveg sæmilega. Það er að segja ef ég er með réttu gleraugun. Gallinn er sá að ég gleymi oft að skipta um þau. Ömurlegra hlutskipti en að verða fráflæðisvandamál á Landsspítalanum get ég varla hugsað mér.
Um daginn gerði ég vísu um deiluna milli Smára McCarthy og Kára Stefánssonar. Vísan var útaf fyrir sig ekkert merkileg og ég man ekkert hvernig hún var. Man samt að ég notaði orðin Smári og Kári fyrir aðalrímorð í henni og að þetta var ferskeytla. Ég var a.m.k. nógu ánægður með hana til þess að ég ætlaði að setja hana á Boðnarmjöð. En það gekk ekki því fésbókarræfillinn vildi ekki leyfa mér að nota nöfn sem rímorð og kom alltaf með einhverjar ógáfulegar og sjálfvirkar tillögur að öðrum og ítarlegri nöfnum en ég vildi nota. Að endingu gafst ég alveg upp á þessu. Auðvitað hefði ég sennilega getað tekið þessa sjálfvirkni af ef ég hefði kunnað nógu vel á Fésbókarforritið. Einhvernvegin finnst mér þó að Fésbókarfræði sé ekki mín deild.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 13. júlí 2020
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson