2977 - Úrslitin

Úrslit forsetakosninganna voru svipuð og búist var við. Samt er ekki hægt að álíta að kosningarnar hafi verið með öllu þýðingarlausar. Guðmundur sjálfur bjóst alls ekki við að sigra. Hvað þær þúsundir kjósenda sem þó kusu hann voru að hugsa er ekki gott að segja. Sennilega hafa þeir flestir, eða jafnvel allir, gert sér ljósa grein fyrir því að sigurlíkur hans voru engar.

Komið er í ljós að Covid-19 veiran grasseraði í næstum tvo mánuði um heimsbyggðina án þess að gripið væri til nokkurra varna. Þetta stafaði einkum af þeirri trú manna (vísindamenn meðtaldir) að einkennalausir gætu alls ekki smitað aðra. Þessi trú reyndist ekki rétt. Þessvegna má leiða líkum að því að þessi trú hafi orðið til þess að heimsfaraldur varð. Nú velta menn því einkum fyrir sér hve lengi hægt sé að gera ráð fyrir að veira þessi dreifi sér. Kannski er hún komin til að vera. Bóluefni finnst gegn henni á endanum. Hætt er samt við að það verði einkum ríkari hluti heimsins sem nýtur góðs af því.

Kannski ætti ég ekki að leggja neina áherslu á að hafa þetta innlegg lengra. Fæst orð bera minnsta ábyrgð er sagt. Sennilega er það alveg rétt. Ég á samt erfitt með að láta svona stuttaralegt blogg frá mér fara. Þar kemur til áralöng þjálfum mín í að skrifa. Sennilega er sama í hverju menn vilja skara framúr, þjálfun og ástundun er nauðsynleg. En skara ég framúr í því að blogga? Ekki veit eg það, svo ofboðslega gjörla. Kannski er það svo að með allri þessari þjálfun hef ég komið mér upp talsverðu forskoti fram yfir flesta aðra.

IMG 5777Einhver mynd.


Bloggfærslur 28. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband