2975 - Eldhús

Miðflokksmenn stunda það að taka alþingi í gíslingu. Þeir gerðu það með orkupakka sem ég man ekki lengur númerið á síðastliðið vor. Og núna er það Borgarlínan sem lendir á milli tannanna á þeim. Mér finnst þeim koma það lítið við hvernig sveitarstjórnir kjósa að eyða sínum peningum. Margt þarfara ættu fulltrúar okkar á aþingi að hafa að sinna núna á þessum síðustu og verstu tímum.

Í stað fjögurra milljóna manna sem boðað var að hefðu áhuga á að koma á Tulsa-rall Tromparans komu þangað aðeins ríflega sex þúsund manns. Auðvitað er ekki hægt með nokkru móti að heimfæra þetta á kosningarnar í haust. Trump á þó greinilega í einhverjum vandræðum. Hann ætlar sér greinilega, með góðu eða illu, að tryggja sér fjögur ár í viðbót við stjórnvölinn. Ekki er víst að honum takist það. Útlit er samt fyrir að kosningarnar í haust verði spennandi mjög. Við bíðum í ofvæni.

Eldhúsdagur hljómar nú í útvarpi allra landsmanna og því miður kemur ekkert nýtt þar fram. Stjórnmálamenn eru fljótir að koma sér í rifrildisgírinn. Mest er ég hissa á hvað alþingismenn eru yfileitt illa að sér og grunnhyggnir. Á þessu eru þó auðvitað heiðarlegar undantekningar sem ég hirði ekki um að nefna. Sjálfur er ég eflaust ekki hótinu betri. Stjórnmál eru mannskemmandi.

Ofan í allt annað sem við höfum mátt þola á þessum vetri, væri að sjálfsögðu tilbreyting í því að fá eins og eitt smávegis eldgos. Þó ekki væri nema venjulegt túristagos. Náttúran hefur að undanförnu verið að hrista sig lítilsháttar, en ekki er víst að neitt verði úr neinu.

IMG 5785Einhver mynd


Bloggfærslur 24. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband