2965 - SpaceX og óeirðir

Svandís og Kári virðast hafa samið frið. Kannski hafa þau haft í huga klámvísuna frægu:

Loksins hefur storminn lægt
ljúfur saminn friður.
Yfirsængin hægt og hægt
hreyfist upp og niður.

Óeirðirnar í Bandaríkjunum núna snúast ekki um stjórnmál eða einstakar persónur. Um er að ræða langa sögu lögregluofbeldis gagnvart hörundsdökku fólki og rasisma sem grasserað hefur þar lengi. Allt frá því að óeirðirnar miklu urðu þar um 1967 hefur rasismi verið áberandi þar, þó ýmsir hafi haldið að hann færi minnkandi. Svo er þó greinilega ekki. Kannski þrífst hann einkum meðal lögreglunnar,sem er að sjálfsögðu vopnuð þar eins og algengast er annars staðar en hér á Íslandi.

Um þessar óeirðir í ríkasta og voldugasta ríki heimsins er ég ekki fær um að tjá mig mikið. Hörmulegar eru þær samt. Kannski á Covid-19 veiran einhvern hlut að máli. Atvinnuleysi meðal svartra Bandaríkjamann og allar tölur og skýrslur hafa sýnt það á undanförnum árum að kynþáttahyggja á þar miklu fylgi að fagna og kannski hefur óréttlætið komið enn betur í ljós í þeim þrengingum sem Bandaríkjamenn hafa mátt ganga í gegnum eins og flestar þjóðir aðrar að undanförnu.

Oft er það svo að hægri mönnum er einkum kennt um rasisma. Á sama hátt má segja að vinstri menn séu og hafi oft haft ansi barnalega trú á jafnrétti og jöfnuði öllum til handa. Jafnvel að þeir aðhyllist kommúnisma, sem greinilegt er að mannkynið er ekki fært um að tileinka sér, eins og grenilega kom fram í Sovétríkjunum sálugu. Þó má segja að óeirðir þessar sé alls ekki pólitískar og vandséð er hvort Repúblikanar eða Demókratar græða á þessu ástandi. Ef nauðsylegt reynist hinsvegar að fresta kosningum þar í haust er þó hægt að segja að Repúblikanar græði á þeim atburðum sem eru núna að gerast þar vegna þess að þeir viðhalda þá líklega völdum í Hvíta Húsinu lengur en ella.

Í öllu svartnættinu í Bandaríkjunum er samt ljós punktur. Það er giftusamlegt geimskot SpaceX í gærkvöldi. Efast ekki um að rækilega verður sagt frá þessu í öllum fjölmiðlum hérna á eftir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem einkaframtakið stendur frammi fyrir svona nokkru.

IMG 5868Einhver mynd.


Bloggfærslur 31. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband