3038 - Þegar veiran stal Jólunum

Get ekki að því gert að mér finnst einhver besta setningin sem orðið hefur til í kófinu sé sú sem er fyrirsögn þessarar blogg-greinar. Aha þarna voru þrír samhljóðar saman hjá mér og þá er hugsanlega betra að aðskilja þá með bandstriki til að ekki geti valdið misskilingi. En ég var semsagt að skrifa um veiruna og þetta var útúrdúr. Henni má bölva og kalla öllum illum nöfnum, en ef svipaðri aðferð er beitt við nafnkenndar persónur, er eins gott að vara sig. Jafvel má ekki segja allt um dýr sem allsekki geta svarað fyrir sig svo mannlegar verur skilji almennilega að minnsta kosti, þvi einhver gæti móðgast fyrir þeirra hönd. T.d. má allsekki segja að einhver tiltekin persóna sé feit. Það verður að vera almenns eðlis, og alls ekki persónugreinanlegt, eins og vinsælt er að segja um það sem neikvætt er. En hvað er neikvætt og hvað er jákvætt? Stundum getur verið erfitt að skera úr um það. En nú er ég kominn lang út fyrir efnið. Ætlaði að tala svolítið um veiruskömmina.

Á flestan hátt má gera ráð fyrir að þessi veirufjandi  breyti varanlega hugsunarhætti fólks. Hreinlæti allt og sóttvarnir munu aukast og margt mun breytast sem alls ekki er hægt að sjá fyrir. Þó gera megi ráð fyrir að hér á Íslandi verði áhrif þessa faraldurs meiri fyrir tekjulægri hópa samfélagsins, er ekki hægt að ganga útfrá því að allstaðar annarsstaðar verði útkoman að þessu leyti svipuð. Hugsanlegt er að menningartengd atriði og venjubundin samskipti ráði miklu um það hve alvarleg þessi áhrif verða. Efnahagsleg áhrif þessara sóttvarna og nýju hugsunar verða þó áreiðanlega mikil.

Jafnvel þó bóluefni sé komið til sögunnar verða áhrif þessa faraldurs mikil. Jafnvel er líklegt að áhrifin verði ekki aðeins bundin við árið 2020. Heldur má gera ráð fyrir að víða um heim verði veiran landlæg og hverfi ekki nærri strax. Vel er þó hægt að vona að hér á Vesturlöndum verði faraldurinn ekki sérlega langvinnur úr þessu.

Svo virðist vera að völdum Trumps í USA sé að mestu lokið. Þó efnahagslíf í USA hafi á hans tíð verið með nokkrum blóma þar í landi eru áhrif hans til lengri tíma alls ekki ljós. Alls ekki er heldur hægt að sjá hvað hann muni taka til bragðs í framtíðinni. Hann er ólíkindatól hið mesta. Aðferðir líkar hans til að deila og drottna í stjórnmálum munu þó í framtíðinni væntanlega fara minnkandi. Svo virðist sem eftirmaður hans hafi tekið nokkuð vel á þeim málum sem risið hafa að loknum kosningum þar í byrjun nóvember. Kannski eru það samt  einkum áhrifamiklir fjölmiðlar sem það hafa gert.

IMG 5158Einhver mynd.


Bloggfærslur 16. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband