3026 - Hvers vegna að blogga?

Fyrir hverja er maður að þessu?

Hefur maður einhver áhrif á þessa fáu sem lesa þetta?

Sumir skrifa í blöðin og halda að einhverjir lesi það.

Og bókasöfnin. Þau gætu sem best lánað myndir.

Gera þau það ekki?

Er ekki prentað mál hvort sem er orðið úrelt?

Sömuleiðis orð á skjá.

Jafnvel á smartskjá. Eða síma.

Eru það ekki myndir og vídeó sem hafa tekið við?

Er nokkurs virði að halda þessu áfram?

Samt er verið að hvetja krakka til þess að lesa sem mest.

Er ekki myndlæsi mun meira virði en venjulegur lestur?

Eru ekki fréttablöð og bækur að kafna í myndum?

Eru ekki allir að hamast við að taka myndir á símana sína.

Sagnfræðingar framtíðarinnar þurfa alls ekki að vera læsir.

Hefur fullyrðingunni um að ein mynd sé meira virði en þúsund orð verið mótmælt?

Er ekki lestur bara frestun á myndum?

Tekur því nokkuð að læra að lesa.

Er ekki hægt að hafa bara táknmyndir á öllum skiltum?

Ef ekki fylgir mynd eða vídeó er frétt ekki frétt eða hvað?

Sumir henda fréttum ef ekki fylgir mynd eða myndaupptaka.

Ég er að hugsa um að hætta þessari vitleysu.

Búinn að fá leið á þessu.

Moggabloggið er dautt.

Sömuleiðis fésbókin.

Eitthvað er samt til af bókum.

Sumir halda að þar megi allan fróðleik heimsins finna.

Grúskarar þurfa engu að kvíða.

Bækurnar hverfa ekki.

Gúgli greyið raðar bara orðum.

Raðar jafnvel myndum eftir orðum.

IMG 5212Einhver mynd.


Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband