3019 - Borat

Á sínum tíma leit ég ekki á Borat sem gagnrýni á Bandaríkin fyrst og fremst, heldur aðallega sem feikilega vel heppnaða gamanmynd. Minnisstæðust er fáránleg sundskýlan sem hann var sem oftast í og áherslan á nektina. Er alls ekki viss um að ég hafi séð kvikmyndina alla. Borat brandarar tröllriðu öllum fjölmiðlum á þessum tíma. Sennilega hefur þessi Borat-vitleysa öllsömul mótað að einhverju leyti hugmyndir mínar um Kirgistan. Allir fjölmiðlar voru ofurseldir þessu og á vissan hátt má segja að þetta allt saman hafi náð hámarki sínu í raunveruleika sjónvarpinu og þar með í Trump og öllu sem þróast hefur í kringum hann. Í einhverjum skilningi er hann einskonar afsprengi Borat fíflagangsins sem kenna má pressunni um að sumu leyti.

Nú er verið að boða Borat2 og kannski verður það jafnmikið flopp og Segway var á sínum tíma. Fjölmiðlar þreyttust ekki á því að skrifa um þetta tækniundur, en svo gleymdist það eiginlega alveg. Segja má að rafknúnu hlaupahjólin séu afsprengi þeirrar tæknivitleysu.

Að þessi nýja Boratmynd skuli vera frumsýnd einmitt núna er að mörgu leyti skiljanlegt. Gagnrýni heimsins á Trump og þá últra hægristefnu í stjórnmálum sem hann stendur fyrir er á margan hátt eðlileg. Vel er samt hægt að hugsa sér að öll þessi gagnrýni á bandarískt þjóðlíf komi Trump til góða á einhvern hátt. Áhuginn á komandi forsetakosninum í Bandaríkjunum (3. nóvember) er að minnsta kosti geysimikill um allan heim.

Man vel eftir því, þó það komi ekki þessu beinlínis við, að á sínum tíma (1959) var ég að hefja nám í Samvinnuskólanum að Bifröst og var í einhverri nefnd sem ákvað að sýna á skemmtíkvöldi (laugardagskvöldi) kvikmynd um kappræður þeirra Nixons og Kennedys. Þá kvikmynd man ég að við fengum hjá einhverri upplýsinga og áróðursskrifstofu sem bandaríkjamenn ráku þá í Reykjavík. Nú eru þessar kappræður álitnar sögulegar í meira lagi.

IMG 5432Einhver mynd.


Bloggfærslur 21. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband