18.3.2016 | 13:22
2434 - Tromparinn í USA
Varðandi tromparann í US of A vil ég bara segja þetta: Hvort sem það er í Bandaríkjum Norður-Ameríku eða annars staðar (t.d. hér á landi), þá eru þeir sem HATA stjórnvöld þeir sem blakta í pólitíkinni. Hvort þetta hatur kemur frá vinstri eða hægri virðist ekki skipta máli. Það getur vel verið að ég sé að misskilja þetta alltsaman, en ég tel mig vinstri-sinnaðan eftir gamla kerfinu og HATA stefnu Donalds Trump. Mér finnst hann fordómafullur og stefna á þjóðrembu og misrétti af hæstu gráðu. Það getur vel verið að það sem hann segir NÚNA, hljómi vel í einhverra eyrum, en öfgafull hafa ummæli hans og gerðir allar verið hingað til. Ekki er útlit fyrir að stjórnendur Repúblikanaflokksins geti komið í veg fyrir framboð hans.
Eitthvað var ég að fimbulfamba um Tortóla um daginn ef ég man rétt. Ég var samt ekkert að tengja sjálfan forsætisráðherrann eða fjölskyldu hans við þá litlu eyju. Sennilega er bankakerfið þar svolítið skrítið í okkar augum. Löngum hefur það samt loðað við hana að þar væri skattaskjól. Í mínu ungdæmi var talað um að Sviss væri aðalskattaskjólið. Auðvitað er ekki rétt að bara þeir ríku geti komið peningunum sínum í skattaskjól. Eiginlega ætti að banna þau.
Tortólatengingin við SDG getur, þrátt fyrir alla lagakróka og flækjur, orðið til þess að minnka traustið á honum og komið sér illa fyrir Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Þingmenn þess flokks og einhverjir fleiri virðast samt enn treysta honum. Þingrof og kosningar eru ekkert nær en venjulega. Stjórnarflokkana greinir samt á um mörg mál.
Hér á Akranesi er veðrið bara ágætt. Kannski svolítill dumbungur en hvergi er snjó eða ísingu að sjá nema til fjalla og götur allar að þorna. Svei mér ef það er bara ekki að koma vor. Grasið er samt dálítið gulleitt ennþá. Birtan er sífellt að aukast og annað eftir því. Farfuglarir á leiðinni samkvæmt útvarpsfréttum og þar eru menn bara orðnir skáldlegir. Hnatthlýnunin lætur ekki að sér hæða. Bakslag gæti þó komið í þetta alltsaman ef veðrið hagar sér illa. Hugsanlega er sjálft Páskahretið enn eftir.
Sennilega eru mannréttindi og umhverfismál í víðum skiliningi mál málanna um þessar mundir. Hér á Íslandi finnst mér þó mestu skipta að fá nýja stjórnarskrá. Greinilega er sú gamla meingölluð á margan hátt. Hugsanlega eru þau drög að stjórnarskrá sem reynt var að koma í gegn á síðasta kjörtímabili líka gölluð. Þessvegna eru þær tillögur sem nú eru fluttar kannski örlítið betri en ekki neitt. Annars er alls ekki hægt að búast við því að tillögur sem allir flokkar á alþingi eru sammála um séu nokkurs virði í raun.
Var að lesa um daginn bók Garðars Sverrissonar um Bobby Fischer og á margan hátt er hún mjög áhrifarík. Þó frásögnin af dauðastríði Fischers láti örugglega fáa skákunnendur ósnortna sem bókina lesa er ekki hjá því komist að líta á hana, a.m.k. öðrum þræði, sem einskonar varnarrit höfundarins. En gagnvart hverjum er hann að verja sig? Eftir á finnst honum kannski að hann hefði getað gert meira fyrir hann. Víst er að margir af óvildarmönnum Garðars vildu hafa gagn af Fischer og dauða hans. Sennilega hef ég ekki lesið jafnmargar bækur um neinn einn mann og Robert James Fischer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 18. mars 2016
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson