17.2.2016 | 23:26
2421 - Borgunarplatið
Já, já. Það getur vel verið að það verði Sanders og Trump sem komi til með að berjast í sumar og haust um bandaríska forsetaembættið. Ég er einmitt talsvert hræddur um að þá hafi Trump flest trompin á hendi. Þó er það allsekki víst. Sanders gæti alveg eins sigrað. Hugsanlega eru Bandaríkjamenn mun vinstri sinnaðri nú en þegar McGovern tapaði fyrir Nixon árið 1972. Ef ég ætti að velja mér frambjóðendur þá yrðu það Rubio og Sanders. En ég er nú svo vinstri sinnaður að það er lítið að marka.
Máttur endurtekningarinnar er mikill. Margir foreldrar verða fyrst og fremst varir við þetta hjá börnum sínum þegar þau sýna sérstakan áhuga fyrir nauðaómerkilegum auglýsingum. Mér hefur dottið í hug að þessi máttur endurtekningarinnar fari uppeftir aldursstiganum á þann hátt að fyrr en varir verði þetta að áhuga unglingannna á popplögum hverskonar. Fleira blandast auðvitað inn í þetta s.s. minningar o.fl. Einnig virðist sumu ungu fólki þykja nauðsynlegt að fylla tómið sem umlykur það dagsdaglega með sem mestum hávaða og hvað er þá heppilegra en ærandi popplög?
Yfirleitt er það ekki sérstakt fréttaefni þó einhver eða einhverjir láti plata sig. Ef platið er mjög stórt getur samt verið öðru máli að gegna. Einhverntíma í fyrndinni lét ég plata mig til að flytja mín bankaviðskipti, sem ekki eru ákaflega mikil, til Landsbankans. Ekki var ég samt plataður um fjóra til sex milljarða eins og mér skilst að bankastjórn téðs banka hafi gert. Verst er sennilega að bankastjórnin átti ekkert í þessum milljörðum. Ekki er samt efast um að hún hafi haft lagalegan rétt til að láta plata sig. Ýmsir hafa samt látið í sér heyra útaf þessu, en kannski samsvarar þetta ekki nema svona 5000 venjulegum plötum.
Stundum er sagt að vísnagerð okkar Íslendinga rísi hæst í hestavísum, klámvísum og drykkjuvísum. Hestamaður er ég enginn. Við hitt hef ég stundum fengist en orðið svolítið afhuga með aldrinum. Vísnagerð er samt eitt af mínum áhugamálum. Víngerð var það einu sinni sömuleiðis. Einhverskonar samsláttur virðist hafa orðið hjá mér í þessu vísukorni. Kannski hefur vísnagerðinni þó fremur slegið saman við víndrykkju, en við því er erfitt að gera:
Yndislegt finnst ávallt mér
áfengt vín að smakka.
Brennivínið blessað er
Bakkusi að þakka.
Mikið er fjargviðrast útaf lélegri málfræðikunnáttu þeirra sem mest hafa sig í frammi á bloggi, samskiptamiðlum o.þ.h. Fjölmiðlun öll er, fyrir tilverknað netsins, mjög að breytast. Ein af breytingunum er sú að miklu fleiri tjá sig en áður var. Ef óheflað orðbragð kemst uppá yfirborðið við það er ekkert við því að segja. Orðaval það sem elsta kynslóðin hefur vanist er ekkert endilega það besta. Hugsanlega er of mikið lagt uppúr því að allir eða sem allra flestir geti lesið sem elstan texta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 17. febrúar 2016
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson