27.10.2016 | 10:43
2526 - Ísland og Bandaríkin
Því fer víðsfjarri að ég læki allt á fésbókinni sem ég les þó. Les eða skoða ekki einu sinni allar tilkynningarnar sem ég fæ þar. Finnst óþarfi að séra minningar. Fer alltaf nokkrum sinnum á degi hverjum inná fésbókina. Þar er oft margt að finna, en óttalegur tímaþjófur er þetta.
Á svolítið erfitt með að ákveða hvort ég hef meiri áhuga á íslensku kosningunum eða þeim bandarísku. Þær íslensku eru þó mun tvísýnni. Þessir spádómar um þingsæti og mögulegar ríkisstjórnir eru að engu hafandi. Ráðandi öfl hafa af einhverjum ástæðum ákveðið að hafa þingkosningar svo flóknar að engin leið sé að botna í neinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur má alls ekki hafa, því þá er allt hið mikla starf við kjördæmaskiptingu og jöfnuð milli flokka (fjórflokka) unnið fyrir gýg. Alþingi starfar svo eftir reglum sem kannski hafa verið ágætar fyrir 100 árum en eru ónothæfar með öllu nú.
Á vissan hátt er hægt að segja að kosningarnar nú snúist um endurræsingu vs stöðugleika. Sá stöðugleiki sem blasir við í heilbrigðismálum og á fjölmörgum öðrum sviðum hugnast mér ekki. Tölvan er það heimilistæki sem ég hef oftast mest samskipti við. Ef eitthvað bjátar á þar er endurræsing venjulega það fyrsta sem mér dettur í hug. Venjulega fylgir því lítil áhætta. Kannski er því líkt farið með þjóðfélagið. Endurræsingin sem framkvæmd var hér á landi í kjölfar Hrunsins virðist hafa tekist bærilega.
Árangur Trumps í Bandaríkjunum er að ég held einkum tilkominn vegna andstöðu hans við ríkjandi stjórnmála- og fjármálaöfl. Skiljanlegt er að Bandaríkjamenn vilji fremur lúta kerfinu í 4 til 8 ár í viðbót, en að setja allt sitt í hendurnar á einum dyntóttum manni. Sumt af því sem hann hefur haldið fram er líka fráleitt með öllu.
Læt ég svo kosningahugleiðingum lokið og reyni að snúa mér að einhverju öðru.
Horfði á þáttinn hjá Agli Helga í gær. Ég get ekki að því gert að mér finnst hann vera á réttri hillu þar. Les reyndar oft bloggið hans líka og finnst honum stundum takast vel upp þar. Í Kiljunni nýtur hann sín samt best. Þó hann byrji venjulega á einhverjum bókmenntapáfum sem oftast eru alveg að míga á sig af hrifningu yfir einhverjum misheppnuðum og illskiljanlegum bókum sem þeir hafa fengið til yfirlestrar má hann eiga það að öðrum hliðum bókmenntanna sinnir hann líka. Að vaða svona úr einu í annað líkar mér vel. Furðulegt hvað hann er fundvís á merkilega hluti.
Sagnfræði sú bandaríska sem við fáum að heyra um þessar mundir í þáttunum sem kallaðir eru að mig minnir The seventies, er alveg ágæt að mínum dómi. Sú upprifjun á Watergate-heykslinu og Viet Nam stríðinu sem ég hef séð er að mörgu leyti alveg ágæt. Ekkert er reynt að fegra og það myndefni sem sýnt er virðist ágætlega valið. Sá tími sem valinn er til sýninga á þessu efni hentar mér ágætlega. Enn er ég samt ofurseldur valdi þeirra dagskrárstjóra sem ráða tímasetningu efnis og horfi afar sjaldan á kvikmyndir þar.
Eins og flest önnur skrif þá eru bloggskrif komin að verulegu leyti undir æfingu. Miðað við að þetta blogg er númer 2526, ætti ég að vera kominn í talsverða æfingu. Kunnátta er ekki sjálfsögð hjá þeim sem mikla æfingu hafa en án þess að hafa hana er ekki hægt að komast langt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 27. október 2016
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson