22.10.2016 | 10:12
2522 - Er krónan ónýt eđa ekki?
Segja má ađ flokkarnir sem bjóđa fram í komandi alţingiskosningum séu bćđi í fyrstu og annarri deild ef litiđ er á skođanakannanir. Fjórflokkurinn gamli og slitni er í 1. deild allur nema Samfylkingin. Sá flokkur er sennilega á leiđinni út. Aftur á móti eru Píratar líklega ađ koma í stađinn. Hin frambođin sýnist mér ađ séu öll í annarri og jafnvel sum í ţriđju deild. Einhverjir ţurfa jafnvel ađ keppa utandeildar í nćstu kosningum. Sumir eru ađ spá Framsókn falli en ţađ held ég ađ sé óskhyggja. Einhver litlu frambođanna koma sennilega manni eđa mönnum ađ. Öruggt er ađ enginn flokkur fćr meirihluta. Spurningin er ţví hvort nćsta ríkisstjórn verđi tveggja, ţriggja eđa jafnvel fjögurra flokka stjórn. Frambođin eru vel á annan tuginn sýnist mér, svo hugsanlegt er jafnvel ađ fleiri en 4 flokkar taki ţátt í nćstu ríkisstjórn.
Annars eru ţessar blessuđu kosningar ađ valda ţví ađ afar lítiđ er af bitastćđu efni í fjölmiđlunum ţessa dagana. Ef einhverjum dettur eitthvađ snjallt í hug er best ađ ţegja um ţađ ţangađ til í nćsta mánuđi.
Man vel eftir ţví, ađ ţegar Obama var fyrst kjörinn forseti, var ţađ eitthvađ í fréttum. Ég sagđi ţá međal annars viđ húsvörđinn hjá MS (Já, Mjólkursamsölunni) ađ frammistađa Obamas, minnti mig ađ sumu leyti á John F. Kennedy, sem hafđi ţađ helst á móti sér, ţegar hann var kjörinn, ađ hann vćri katólskur. Húsvörđurinn fussađi ţá mikiđ, enda höfđađi Obama einkum til unga fólksins. Einn af ţeim leiđtogum ţeirra, sem héldu ţví ţá fram, eins og eftirminnilegt er, ađ hann yrđi ađ sýna fćđingarvottorđ sitt til ađ sanna ađ hann vćri ekki fćddur utan Bandaríkjanna var einmitt sá sami Donald Trump, sem núna sćkist eftir ţví ađ verđa forseti Bandaríkjanna. Af mörgum ástćđum eru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum meira í fréttum ađ ţessu sinni en oftast áđur, enda er ţetta í fyrsta sinn sem kona er frambjóđandi annars af stóru flokkunum ţar.
Hvernig í ósköpunum ćtli standi á ţví ađ ég get varla um annađ skrifađ en stjórnmál. Auđvitađ hef ég áhuga á ţeim. Ţau er samt óttalega leiđinleg í grunninn. Samt ţarf mađur helst ađ fylgjast svolítiđ međ ţeim ţví óneitanlega eru ţau um margt athyglisverđ. Á sínum tíma féllst ég á ađ styđja Bjarna systurson minn í prófkjörsslag viđ Hjálmar einhvern Árnason og er síđan ađ ég held skráđur í Framsóknarflokkinn og fć ennţá tölvupóst öđru hvoru og allra mest í ađdraganda kosninga. Ţann flokk hef ég ţó ekki kosiđ a.m.k. síđastliđin 50 ár eđa svo. Fékk meira ađ segja eitt sinn tilbođ um ađ sitja eitthvert ţing ţeirra. Slík voru vandrćđin.
Eiginlega er stefna allra flokka í komandi kosningum alveg eins. Allir vilja eyđa peningum, ađeins í svolítiđ breytilega hluti og eftir mismunandi ađferđum. Ađalmarkmiđiđ er ađ rugla fólk sem mest í ríminu. Ţađ sem skilur á milli er krónan. Sumir segja ađ hún sé allra meina bót. Ađrir ađ hún sé upphaf alls ills. Ég er á móti krónunni. Jafnvel litlir og vesćlir spákaupmenn geta fariđ međ hana eins og ţeim sýnist ef markađurinn svokallađi stjórnar alfariđ gengisskráningunni. Ţessvegna verđum viđ ađ hafa hana á bakviđ gjaldeyrishöft. Ţađ sem er gott viđ hana er ađ hćgt er ađ hćkka og lćkka verđlag og laun án ţess ađ mikiđ verđi vart viđ ţađ, nema ađ krónan hríđfellur í verđi og verđbólga vex. Stjórnvöld geta međ gengisskráningu stjórnađ ţví sem ţau vilja. Ţ.e.a.s. kaupgjaldi og verđlagi. Ţannig hefur ţađ veriđ og ţannig mun ţađ verđa. Gjaldeyrishöftin eru ekkert ađ fara og engir fjársterkir erlendir ađilar vilja festa fé sitt bakviđ ţau, nema međ allskyns undantekningum og sérreglum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)