8.4.2015 | 07:32
2312 - Píratar og ýmislegt fleira
Mér líkar við (elska segja krakkarnir) afdankaða og sannfærða íhaldskurfa (og kurfur eða hvað) sem væru til í að styðja Sveinu í múslimahræðslu sinni, en hafa bara lofað (bæði sjálfum sér og öðrum) að lána hinum algjörlega ópólitíska Sjálfstæðisflokki atkvæði sitt í næstu kosningum. Hin pólitíska rétthugsun (og ESB-aðdáun) sem einkennir vinstra liðið hugnast mér heldur ekki. Þessvegna er ég svolítið einangraður (vonandi þó án þess að vera öfgafullur) í stjórnmálaskoðunum mínum.
Þetta er ekki nýtilkomið. Í síðustu kosningum lenti ég í þessu sama og endirinn varð sá að ég kaus Píratana. Það var semsagt ekki vegna þess að ég sæi fyrir núverandi himinskautasiglingu þeirra, sem ég gerði það. Ekki var ég heldur svo gjörkunnugur stefnumálum þeirra eða áherslum. Þekki þau svolítið betur núna.
Af því menn vilja helst ekki vera kallaðir hægri- eða vinstri-sinnar eru margir sem afneita þeim hugtökum. Mér finnst þetta samt hafa dálitla merkingu ennþá. Og að ég sé talsvert vinstri sinnaður. Of mikil ríkisafskipti eru samt eitur í mínum beinum.
Get illa án þess verið að fjölyrða um fésbókina. Get þó ekki án hennar verið frekar en aðrir á mínum aldri. Einu sinni var mér sagt að ég gæti átölulaust (frá viðkomandi) ákveðið hvort ég fengi tilkynningar um innlegg á vegginn eða ekki. Les aldrei fésbókarleiðbeiningar.
Fésbókarvinir mínir eru nærri 600 að ég held. Ég safnaði nefnilega slíkum í eina tíð en man ekki lengur hvernig ég fór að því. Gæti samt eflaust rifjað það upp ef í hart færi.
Meðal fésbókarvina minna eru a.m.k. tveir Sigurðar. Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur. (Frægastur er hann sennilega fyrir bókina Truntusól sem hann skrifaði fyrir margt löngu.) Hinn Sigurðurinn heitir Sigurður Hreiðar og er fyrrverandi ritstjóri Vikunnar. Báðir þessir Sigurðar eru mikið gefnir fyrir það (eins og ég) að láta ljós sitt skína og ég merkti við að fá ætíð tilkynningar þegar þeir gera það á fésbókinni.
Um þetta gerði ég vísu rétt áðan og vegna þess að ég held að blammeringar séu í lagi ef þær eru í bundnu máli læt ég hana flakka hér:
Sitja á lista Siggar tveir,
sem að skrifa mikið.
Óviljandi eru þeir
alveg hreint við strikið.
Þetta strik er nú bara hjá mér og er til komið af því að ég vil hafa hæfilega margar tilkynningar hjá mér þegar ég fer á fésbókina. Auðvitað gerist það oft á dag þó eg reyni að vera spar á hana.
Nú er allt að verða hvítt hér í Kópavoginum einn ganginn til. Þetta blessaða vor kemur og fer oft á dag sýnist mér. Veðurfræðingur er ég samt ekki heldur. (Frekar en fésbókarfræðingur meina ég.) Eflaust skemmta þeir sér samt núna.
Á sama hátt og einu sinni var sagt: (Andrés Björnsson)
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Mætti líklega í dag setja Fésbókin í staðinn fyrir Ferskeytlan án þess að merkingin breyttist mikið. Í dag kunna nefnilega fáir skil á ferskeytlum, en enginn er maður með mönnum nema hann kunni sem mest fyrir sér í fésbókarfræðum. Reyndar skilst mér að fésbókin sé um það bil að verða úrelt. Ég er samt ekki kominn lengra en það að ég er fastur í blogginu. Twitter, Snapchat og hvað þetta heitir alltsaman er mér algjörlega framandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. apríl 2015
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson