3.7.2014 | 10:27
2186 - Hugdetta
Það er nú endanlega komið í ljós að flutningur fiskistofu til Akureyrar var bara hugdetta. Reyndar þarf það ekkert að vera verra fyrir það. Hugdettur geta verið góðar. Andstæðingar forsætisráðherra (sem fékk hugdettuna) hafa samt alveg rétt fyrir sér í því að vel hefði mátt athuga málið svolítið áður en hlaupið var í fjölmiðla. Þeir skilja hvort eð er ekki framsókn. Altsvo fjölmiðlarnir. Enginn Tími og heldur ekki Tíma-Tóti. En sleppum því. Við því er ekkert að gera. Nú er helst ekki hægt að hætta við málið þó í ljós hafi komið að ýmislegt er við það að athuga. Þetta hefði allt saman mátt athuga fyrirfram. Jafnvel í kyrrþey. Framsóknarmenn þekkja víst ekkert þessháttar. Þær hugdettur sem þeir fá (sem eru fáar) koma sér flestar vel atkvæðalega séð, en í praxis er ekki víst að þær séu eins sniðugar.
Það virðist koma einhverjum á óvart að sumarið var að þessu sinni fyrstu dagana í júní. Það getur samt komið hvenær sem er á tímabilinu júní, júlí og ágúst. Sjaldnast þó í ágúst. Yfirleitt er það bara þrír eða fjórir sólardagar í röð og að þessu sinni voru þeir í júníbyrjun. Vonum bara að haustið verði langt og ekki kaldara en venjulega. Óþarfi er að láta tíðarfarið trufla sig. Nú er hægt að fara að hlakka til jólanna. Eitt af því fáa sem hægt er að treysta varðandi veðurfar er að rigning verður á þjóðhátíðinni í Eyjum. Sama er að segja um hestamannamót.
Nú er það orðið ólöglegt westur í Bandaríkjunum, móðurlandi einstaklingsfrelsisins, að sanka að sér rigningarvatni. Ríkið á allt svoleiðis. Hugsið ykkur hve gaman hefði verið að handtaka alla Eyjamenn á einu bretti ef slík lög hefðu verið hér, þegar vatnsveitan var ekki komin þar.
Var að uppgötva það áðan að ég er orðinn svakalega svikull með þetta blogg mitt. Það er barasta orðið mjög óreglulegt. Já, þetta er ekki forsvaranlegt. Kannski ég biðji afsökunar á þessu. Þ.e.a.s. ef þetta hefur valdið einhverjum óþægindum. Líklega hef ég ekkert bloggað í þessum mánuði. Þetta gengur alls ekki. Má eiginlega til með að blogga per samstundis.
Fréttagúrkan er allsráðandi. Fjölbreyttar og nýstárlegar björgunaraðgerðir við Bleiksárgljúfur eru helsta fréttaefnið. Svo eru náttúrulega stríð og allskonar óáran í uppsiglingu í útlandinu, en það eru nú ekki fréttir. Svoleiðis er það alltaf. Fréttamenn eru lagnir við að magna allskyns ósætti, enda er það þeim í hag að mönnum komi illa saman. Ekkert er eins ófréttnæmt og ef allir eru vinir. Svoleiðis er það samt víða. Ef allt annað bregst má segja fréttir af veðrinu. Hrikaleg rigning hér og þrumur og eldingar þar. Ef einhver vill endilega komast í fréttirnar væri hægurinn á að hlaupa hringinn í kringum landið. Slá Íslandsmetið. Ætli Reynir Pétur eigi það ekki ennþá.
Mér finnst merkilegasta fréttin þessa dagana að Costco skuli líta á litla Ísland sem mögulegt útibú. Er ekki hægt að fá Walmart til að koma hingað? Þeir eru víst með um tvær milljónir manna í vinnu, en Costco greyið ekki nema um tvö hundruð þúsund. Gott ef þeir eru svo ekki með alltof stórar pakkningar fyrir venjulegt fólk. Íslendingum tókst að standa saman og koma í veg fyrir að alvöru bensíndreifingarfyrirtæki kæmi hingað. Kannski tekst það líka með Costco.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. júlí 2014
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson