25.7.2014 | 08:05
2196 - Culpepper cattle company
Nú eru þau tímamót orðin að ég get ekki lengur birt myndir á blogginu mínu. Ekki veit ég af hverju það er, en einhverja orðsendingu fæ ég um að sprettigluggi geti gert það. Veit bara ekki hvernig á að ná í hann. Best að bíða og sjá til. Kannski verða einhverjir óánægðir með að fá ekki myndir með blogginu mínu eins og þeir eru vanir, en við því er ekkert að gera. Þetta er semsagt ástæðan, en ekki myndaskortur.
Er munur á hugsunarhætti eftir trúarskoðunum? Getur það verið að uppeldi hafi mikið að segja um hugsunarhátt eftir að fullorðninsaldri er náð? Að alast upp í ríki þar sem trúarskoðanir hafa mikið að segja um daglegt líf gæti þá valdið ólíkum hugsunarhætti þegar fullorðinsaldri er náð. Hvenær hættir fólk að breytast? Er ég að nálgast rasískar hugsanir með þessu? Get ekki að því gert að ég hugsa svona. Hefur Jónas Kristjánsson þessi áhrif á mig? Mér finnst hann vera að breytast í kynþáttahatara. Talar illa um Salman Tamini. Alltaf er hægt að finna rökstuðning fyrir skoðunum sínum, hversu vitlausar sem þær eru. En Salman Tamini þyrfti að gera betur grein fyrir skoðunum sínum. Það er alls ekki þýðingarlaust hlutverk að vera talsmaður múslima á Íslandi. Sverri Agnarsson kannast ég vel við og er næsta viss um að þar fer enginn öfgamaður.
Á sínum tíma neyddi Clinton Bandaríkjaforseti þá Rabin og Arafat til að semja. Nú held ég að báðir aðilar sjái að sá samningur hefði verið gáfulegur. Á þeim tíma voru samt báðir aðilar fegnir að sleppa frá honum. Fannst hann vera mikil mistök. Áhrifamikil öfl innan og utan Palestínu og Ísrael vilja alls ekki semja um nokkurn skapaðan hlut. Álíta núverandi ástand vera sér og sínum heppilegast.
Auk mannslífanna og efnahagslega tjónsins fyrir báða aðila, sem auðvitað er tilfinnanlegra og meira fyrir veikari aðilann, er stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs, einsog öll stríð, fyrst og fremst áróðursstríð. Spurningin er aðeins um það hvort þau öfl sem vilja umfram allt spilla friðarumræðum hafi hugsanlega gengið of langt að þessu sinni.
Eitt sinn áttu Gyðingar samúð heimsins. Svo er ekki lengur. Nú eiga Palestínumenn hana og hafa vissulega unnið áróðursstríðið.
Þegar ég vann á Stöð 2 kom það fyrir að Goði henti í mann lista yfir kvikmyndir og miniseríur sem átti að sýna í einhverjum tilteknum mánuði og bað mann að finna íslensk nöfn á fyrirbærin. Þetta gat verið dálítið snúið þó þýðendurnir létu stundum fylgja nafn sem þeim hafði dottið í hug. Man eftir að hafa hugsað vel og lengi um hvað ég ætti að skíra kvikmyndina sem heitir: Culpepper cattle company og man ekkert hvað ég gerði á endanum. Pétur Hanna stakk upp á nafninu: Kemur maður ríðandi, en það var bara of seint. Þá var ég búinn að skila listanum. Annars hefði ég líklega samþykkt það.
Man ekki hvort ég hef andskotast útí sjálfspilun myndbanda á fésbókinni. Ef ég hef ekki gert það þá er það bara einhver yfirsjón, því ég er alltaf eins mikið á móti fésbókinni og ég get. Held reyndar að þau hætti að spilast ef maður skrollar yfir þau. Svo er líka afar auðvelt að afvelja sjálfspilun myndbanda. Sýnist það reyndar vera öllu flóknara í símum, en ég er nú blessunarlega laus við svo fullkomna síma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 25. júlí 2014
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson