30.3.2014 | 08:19
2145 - Rafpeningar
Já, það er sannarlega vorveður hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu núna. Það er bæði hlýtt og bjart. Snjólaust með öllu og ástæðulaust fyrir okkur að kvarta. En fjarri fer því að allir geti sagt það sama. Sumsstaðar er mun meiri snjór og kaldara en vant er. Hæfileg svartsýni er bara holl og það er alls ekki víst að þetta haldist svona.
Foreldrar mínir og okkar systkinanna endurnýttu jólapappír, meðan við krakkarnir horfðum hugfangin á upptrekkta dótið í Kaupfélaginu og jólatrénu var komið fyrir á móts við verslunina Reykjafoss. Hinum megin við Breiðumörkina þó.
Af hverju í ósköpunum er ég alltaf með þessar fáránlegu jólaminningar? Sennilega er það útaf því að vorið virðist vera að koma. Skil þó ekki samhengið þar á milli.
Það sem nú heitir forsendubrestur var einu sinni kallað ýmislegt annað. Ég man vel eftir misgengishópnum sáluga og Sigtúnshópnum líka. Forsendubrestshópurinn er ekkert verri fyrir það. Það er bara siðferðið í því að taka einn hóp fram fyrir ýmsa aðra sem má setja spurningarmerki við. Prósentutölur og upphæðir skipta litlu máli hvað það snertir, en alla umræðu er hægt að jarða með tölum og endalausu kjaftæði. Í því kerfi sem við búum í er það hagvöxturinn sem öllu máli skiptir. Sumir er samt andvígir því að láta hann og nýfrjálshyggjuna ráða of miklu. Svo eru líka ýmsir sem hafa skömm á þessu öllu saman.
Rafpeningar eru merkileg tilraun. Peningar eru aðferð til að útdeila verðmætum í þjóðfélögum. Ekkert meira og ekkert minna. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegri aðferð en hver önnur. Þeir sem við þetta fást hafa þó reynt að sveipa það sem mestri dulúð. Mikilvægast í þessari aðferð er magn peninganna. Ekki hvað þeir heita, hver útdeilir þeim eða hvernig það er gert. Ákvörðunarvaldið um magnið er yfirleitt hjá ríkisstjórnum og aðalhlutverk þeirra er að sjálfsögðu að takmarka það sem mest. Með rafpeningunum er reynt að hrifsa það ákvörðunarvald úr höndum þeirra. Reynt er að láta það stjórnast af einhverri guðlegri eða stærðfræðilegri (vísindalegri) forsjón og sveipa það hæfilegri dulúð. Þetta hefur tekist að miklu leyti t.d. með Bitcoin. Gæti hugsanlega tekist með Auroracoin líka. Veit það ekki.
Allir peningar eru í rauninni ímyndun. Verðmæti gulls var það auðvitað líka á sínum tíma. Magn þeirra fer að miklu leyti eftir því hvernig þeim er útdeilt. Á Íslandi gerðist það að magn peninga stórjókst. Að mestu leyti var það vegna korta- og rafvæðingar. Ríkisstjórnin (Seðlabankinn, sem einu sinni var bara skúffa í Landsbankanum.) skipti sér ekkert af þessu. Bæði var það vegna getuleysis, ímyndaðs frelsis og rangrar gengisskráningar. Afleiðingar þessa urðu hrikalegar.
Þetta er í afar stuttu máli skilningur minn á peningamálum. Auðvitað er ekkert víst að hann sé réttur, en hann nægir mér. Auðvitað er ég hvorki ríkisstjórn eða vísindalegri í hugsun en aðrir. Innan þessa kerfis er vel hægt að láta sér líða vel, ef gunnþörfum um fæði og húsaskjól er fullnægt. Hvort og hvernig það er gert má auðvitað endalaust deila um.
Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðir (eða bæjarstjórnin í Árborg) verði lagðir í eyði.
![]() |
Mikilvægt að eyða lagalegu tómarúmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 30. mars 2014
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson