1974 - Brandley Manning

Ekki linka ég nærri alltaf í einhverjar mbl.is fréttir enda eru þær að mínu áliti oft óspennandi mjög. Skárri samt en flestra annarra vefmiðla. Ekki vil ég heldur að fréttin sem ég e.t.v. linka í (aðallega til að fá fleiri lesendur) sé alveg ósamrýmanleg öllu því sem ég skrifa í það blogg (enda er það víst bannað) Mér er líka nokk sama hvort margir eða fáir lesa þessi skrif mín, en einhverjir verða þó alltaf til þess (samkvæmt mbl.is teljaranum), svo þessvegna held ég áfram. Um daginn þegar ég minntist á Vigdísi Hauksdóttur urðu heimsóknirnar mjög margar, eða yfir eitt þúsund. Þetta hefur ruglað alla súluritagerð en það gerir mér ekki mikið til. Ég lít þó þangað a.m.k. daglega. Suma daga, þegar ég skrifa lítið eða ekkert eru heimsóknirnar bara svona 30 – 40 eða jafnvel færri. Algengt er samt að heimsókafjöldinn sé hundrað og fimmtíu til tvö hundruð á dag. Linkun eða linkun ekki skiptir samt miklu máli.

Annars er mesta vileysa að týna sér svona í tölum, línuritum og súluritum því þar er venjulega logið mest. Einkum þó ef tölurnar skipta milljörðum. Aumingja milljónin er alveg komin úr tísku. Man að við deildarstjórarnir báðum Skúla Ingvarsson gjaldkera hjá Kaupfélagi Borgfirðinga að gæta þess að launin okkar færi ekki yfir milljón á  mánuði og tók hann vel í það. Þarna var um gömlu krónuna að ræða og líklega hefur þetta verið um 1980. Sú nýja virðist vera komin í svipaða stöðu núna. Efast þó um að ég eigi eftir að lifa það að ellilaunin verði meira en milljón nýkrónur á mánuði. Steingrímur Hermannsson (eða var það Ólafur Jóhannesson – minnið er farið að bila – kannski byrjandi Alzheimer) minnir mig að hafi Eitt sinn talað um það að umsamin Dagsbrúarlaun gætu vel farið í 100 000 (gamlar krónur) á mánuði.

Nú er sumarið komið og þessi dagur á eflaust eftir að verða góður hvað sólskin og hita snertir. Tinna var í heimsókn hjá okkur þessa helgi og er sannkallaður gleðigjafi. Þol okkar til að sinna þörfum hennar er þó svolítið takmarkað því hún er algjört orkubúnt með ótakmarkað energi. (Já, ég sletti þegar ég tel mig þurfa þess og er nokkuð viss um að sletturnar skiljast.) 

Samkvæmt frétt sem ég las einhversstaðar (sennilega í dv.is) er frægt fólk nú farið að verða „væntanlegir Íslandsvinir“. Þetta finnst mér nú nokkuð langt gengið. Hingað til hafa menn getað orðið Íslandsvinir alveg án alls biðtíma.

Svo er það víst í dag sem réttarhöldin yfir Bradley Manning hefjast. Við Íslendingar ættum af mörgum ástæðum að fylgjast betur með þeir réttarhöldum en mörgum öðrum. Talsvert virðist fylgst með þeim í Bandaríkjunum. Það er að mínu mati ekki nóg fyrir Bandaríkjamenn að vera í þessum efnum (þ.e. að skjóta saklaust fólk) greinilega mun skárri en mótaðilinn. Þarna er um stríðsglæpi að ræða sem ekki má láta óhegnt. Það er ætlast til að hernaður Bandaríkjamanna sé óaðfinnnanlegur og hann verður að vera það.

IMG 3196Skrautlegur skápur

Bloggfærslur 3. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband