20.6.2013 | 08:02
1988 - LÍÚ og kvótinn
Nútíminn er undarleg blanda af konsjúmerisma og hedonisma. Í stjórnmálum er kapítalisminn að drepast eftir að hafa gengið af kommúnismanum dauðum fyrir svona rúmum tuttugu árum. En hvað tekur þá við? Mér finnst sósíalismi og natúralismi allskonar vera í mikilli sókn um þessar mundir. Sú kreppa sem nú skekur hinn kapítalíska heim á eftir að breyta hugsunarhætti fólks. Þjóðremban er t.d. á undanhaldi eftir að hafa átt blómaskeið sitt uppúr heimsstyrjöldinni síðari.
Magíska talan varðandi undirskriftasöfnunina er sennilega þrjátíu þúsund. Held að ÓRG mundi eiga erfitt með að neita að fara eftir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu ef undirskriftir verða svo margar. Með hjálp forsætisráðherra kann þó að vera að hann finni undankomuleið.
Ekki skil ég af hverju menn (og konur) eru að lesa bloggið mitt. En það er auðvitað ekki mitt að skilja. Mitt er að skrifa og skrifa sem allra mest og það helst án þess að segja nokkuð. Ef ég segi of mikið móðga ég einhvern. En hvað gerir það til? Ekki móðgast ég þó menn hætti að lesa þetta blogg.
Í dag er (eða í gær var) kvenréttindadagurinn. Reyndar eru það ansi margir dagar sem þær vilja eiga, en sama er mér. Ekki vil ég eiga þá. Af því tilefni vil ég aðallega segja að mér finnst að á minni löngu ævi (ehemm) hafi jafnrétti karla og kvenna talsvert potast áfram hér á okkar Ísa köldu landi. (Launamálin má vel hafa til viðmiðunar, þó að mörgu fleiru sé að hyggja.) Þessvegna finnst mér það afleitt og eiginlega alveg óásættanlegt (einsog í tísku er að segja) að við séum jafnvel að fjarlægjast jafnstöðu í þeim efnum. Mér finnst ósköp skiljanlegt að kvenfólki finnist hægt ganga í launajafnréttinu en karlmönnum aftur á móti furðu hratt, en að fara afturábak er einum of mikið.
Var að enda við að lesa grein eftir Smára McCarty um Brynjar Níelsson og rökvillur hans í kvótamálinu. Lára Hanna benti á þessa grein á fésbókinni. Vissulega er grein Smára sannfærandi og vel má halda því fram að hann tæti Brynjar í sig. Grein Brynjars sem hann einbeitir sér að var líka óvenju léleg. Hann getur gert betur en þetta. Í mínum augum skemmir það nokkuð grein Smára að íslenskan er ekki eins vel rituð og ákjósanlegast hefði verið. A.m.k. finnst mér það ekki. Vel getur verið að sumar villurnar verði leiðréttar fljótlega en jafnvel þó það sem mér finnst vera villur væri dregið frá er greinin mjög góð. Ekki þarf að búast við því að Brynjar svari þessari grein í nokkru, enda er hún svo rökfræðilega rétt að það er ekki hægt.
Í athugasemdum við greinina útskýrir Daniel Magnússon nokkuð vel hvers vegna Brynjar hafi skrifað grein sína. Sjálfur vil ég helst ekki vera stimplaður virkur í athugasemdum og fjölyrði því frekar um þetta mál hér, þó lesendur yrðu sennilega mun fleiri ef ég bryti þann odd af oflæti mínu að athugasemdast við greinina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 20. júní 2013
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson