4.5.2013 | 21:33
1957 - Bláu appelsínurnar
Friðjón með bláu appelsínurnar (ég er reyndar ekkert hissa á því að appelsínurnar séu bláar. Frekar er ég hissa á þessu með eplin frá Kína) heldur því fram að Framsókn sé varla stjórntæk og styður mál sitt ýmsum útreikningum. Sennilega finnst BjarnaBen það ekki heldur. Þá er bara fyrir Bjarna að bíða eftir Ólafi Ragnari og vona að hann láti sig fá umboðið næst. Þá fer Sigmundur væntanlega í fýlu og enginn veit hver endirinn verður.
Við mennirnir erum eins og hverjir aðrir ánamaðkar á andliti jarðarinnar. Með tilstyrk svonefndrar þróunar hefur okkur tekist að komast að mestu hjá eðlilegri fækkun af völdum náttúrunnar og álítum sjálfa okkur mun merkilegri en þau litlu skorkvikindi sem við kremjum umhugsunarlaust undir skóhæl okkar. En erum við það? Hugsanlega ekki í augum þeirra sem vel gætu kramið okkur umhugsunarlaust undir skóhæl sínum. Auðvitað er þessi hugsun ekkert frumleg en hún hefur e.t.v. ekki verið orðuð nákvæmlega svona áður. Og ég er hvorki betri né verri maður fyrir vikið.
Í bók sinni My great predecessors, (fjórða bindi) segir Garry Kasparov eftirfarandi: Edward Lasker recalls: Janowski took dinner with me, obviously quite perturbed about the course the game had taken. He realized that he had overlooked the winning move, and he said: You know, Lasker, you were right. The boy is a wonder. I have the feeling that I will lose that game.
Og hann tapaði. Þarna er verið að vísa í fræga skák milli Janowski og Reshevsky. Reshevsky varð að vísu neðstur í þessu litla skákmóti sem haldið var í NewYork árið 1922 en þessi sigurskák 10 ára drengs gegn heimsfrægum stórmeistara er með frægustu skákum veraldarsögunnar. Er einmitt að lesa ágrip af þessum frægu bókum Kasparovs sem ég fékk ókeypis á kyndilinn minn og bíð eftir að vita hvað hann segir um deep blue.
Kannski ætti ég að einbeita mér að því að skrifa um það sem ég hef pínulítið vit á. Það er einmitt skáksagan. Líklega hef ég lítið vit á öllu öðru, þó ég þykist auðvitað vita allt.
Afar undarlegt er að sumir virðast telja Fésbókina taka fram lífinu sjálfu. Stofna allskyns síður, út og suður, með hinum undarlegustu nöfnum og kenna hver öðrum um. Virðast halda að enginn geri annað en lesa fésbókarsíður. Blaða- og fréttamenn gera þessum vesalingum oftast alltof hátt undir höfði.
Eins og sjá má af myndum reynir Ólafur Ragnar forseti að lækka rostann í flestum sem að Bessastöðum koma með því að láta þá setjast við gamla hurð sem hann hefur látið setja (eða sett sjálfur) búkka undir svo hún líkist svolítið borði. Ekki veit ég hvort þetta ber alltaf árangur en hann vill greinilega þrautreyna þetta ráð áður en hann gefst upp. Grínistar á mbl.is hafa meira að segja smíðað nafn á hurðarskirflið og kalla það Jóhann landlausa og búið til langa sögu um það alltsaman.
![]() |
Segir Framsókn tæpast stjórntæka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2013 | 03:33
1956 - Forsendubrestur
Myndina hérna fyrir ofan tók ég af netinu. Sjálfsagt er margfaldur höfundarréttur á þessari fínu mynd. Margt má segja um vísitölu neysluverðs. Jafnvel væri hægt að segja ýmislegt um forsendubrestinn sem þarna er minnst á. Líklega birtist þessi mynd upphaflega í Vef-Þjóðviljanum um daginn, en hún er nokkuð dæmigerð fyrir það sem ég hef oft kallað (a.m.k. með sjálfum mér) línuritslygi. Auðvitað er samt nákvæmara að kalla þetta súlurit og þau eru mjög vinsæl. Að sjálfsögðu er verið að leitast við að sýna vísitöluhækkunina sem varð 2008 í því ljósi að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega mikil. Munurinn á þeirri vísitöluhækkun og mörgum öðrum er einkum sá að laun hækkuðu ekki þá. Eiginlega finnst mér að segja megi að sé vitnað í tölur í stjórnmálaumræðu þá sé yfirleitt verið að ljúga. Hressilegasta lygin er oft línuritslygin.
Alveg er það merkilegt hvað það er fátt og lítið sem maður kemur í verk á hverjum degi. Kannski er það aldurinn sem veldur þessu. Var að hugsa um að fara að spila VGA-planets á netinu en finnst það svo flókið og erfitt að ég er alveg að gefast upp á því. Get vel trúað að mörgum þyki skák flókin og erfið, en mér þykir það ekki. Finnst það ekkert sérstakt álag að tefla svona 40-60 bréfskákir samtímis, en þætti eflaust erfitt og vandasamt að spila 10 VGA-planets leiki samtímis. Þó er ekkert útilokað að sumt rifjist upp fyrir manni þegar maður kynnist leiknum betur. Margt mætti skrifa um VGA-skjái og EGA-skjái en ég nenni því ekki núna.
Kannski hefjast alvöru stjórnarmyndunarviðræður nú um helgina. Þó getur vel verið að stjórnarmyndun verði erfið að þessu sinni. Ekki held ég að Bessastaðabóndanum muni leiðast það. Getur verið oft í fréttunum og jafnvel heimsfréttunum og látið eins og hann stjórni öllu hér. Annars finnst mér menn hafa róast talsvert eftir að kosningarnar voru yfirstaðnar. Helst af öllu langar mig að hætta með öllu að skrifa um pólitísk málefni, en hvað á ég þá að skrifa um? Eitthvað hlýtur að falla til.
Það er heldur engin ástæða að vera að blogga næstum á hverjum degi eins og ég geri. Það er bara svo erfitt að hætta þessum fjára. Ég er að mestu hættur að láta fréttir hafa mikil áhrif á mig. (Reyni það a.m.k.) Enda er algjör óþarfi að fara uppá háa C-ið oft á dag. Og neikvæðu fréttirnar eru stundum svo yfirþyrmandi að best er að loka á umhugsun um þær. Æ, skelfing er þetta að verða lélegt blogg hjá mér. Myndin sem ég stal af Vefþjóðviljanum er eiginlega besti hluti þess. Talað mál og ritað er alveg að verða úrelt. Myndmálið er það sem blívur. Ég er bara svo gamall (bæði í hettunni og annars staðar) að ég get ekki stillt mig um skrifelsið.
The Linux desktop is already the new normal http://www.infoworld.com/d/open-source-software/the-linux-desktop-already-the-new-normal-217818
Þetta er ágæt fyrirsögn en er þetta virkilega svona? Kannski Windows tölvur séu raunverulega á undanhaldi. Allt er breytingum undirorpið. En er Linux virkilega að taka yfir eða er hann bara biðleikur og í rauninni bara verið að bíða eftir að Android-kerfið verði fullorðið?
![]() |
Bandaríkjaher Android-væddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)