1954 - Sigmundur

Skrapp aðeins út að ganga í gærmorgun. Tvær vísur urðu til þá:

Sjálfstæð hetjan Sigmundur
segir að hann telji,
Framsókn skapa fagundur
og flestir hana velji.

Lygastandard lækkaði
lyfti fargi þungu.
Heimilin svo hækkaði
Húrra allir sungu.

Segja má að kveikjurnar að þessum vísum hafi verið tvær. Fyrst var ég eitthvað að hugsa um að erfitt væri að finna rímorð á móti Sigmundur. Svo reyndist ekki vera. Svo var ég að hugsa um brandarann um strákinn sem var nýbúinn að fá að vita einkunn sína í einhverju prófi og sagði: „Ha, varst þú lakkaður? Ég var hakkaður.“

Þarna voru semsagt komin tvö þriggja atkvæða rímorð sem ég flýtti mér að smíða utanum.

Það var svo Fésbókin sjálf sem fann uppá því að tengja þetta við Sigmund Erni Rúnarsson, ekki ég.

Af hvaða hvötum er maður að þessu sífellda bloggi alla daga. Ekki fæ ég borgað fyrir það. Frekar að það kosti mig eitthvað. Allavega fyrirhöfnina. Ég reyni að ímynda mér að lesendur mínir mundu sakna þess ef ég bloggaði ekki. Stundum á ég samt erfitt með að sannfæra sjálfan mig um þetta.

Sumir blogga bara um sjálfa sig. Sumir blogga stanslaust um fréttir og pólitík. Flestir blogga samt ekki neitt. Láta sér nægja að lesa snilldina. Ég, auminginn, rembist eins og rjúpan við staurinn (hvað er hún að rembast við að gera? – Og við hvaða staur?) við að blogga sem oftast og hafa bloggin mín sem fjölbreytilegust. Mest blogga ég samt um blogg. Sennilega minnst um sjálfan mig. Enda er frá litlu að segja um mitt daglega líf. Það líður bara. Auðvitað væri samt frá einhverju að segja. E.t.v. geri ég það líka án þess að vita af því.

Skil þetta ekki. Geri bara eins og mér finnst ég þurfa að gera. Þ.e. blogga sem allra mest. Skyldi þessi sótt einhverntíma enda? Nú, er á meðan er. Best að láta ekki þetta tækifæri sér úr greipum ganga.

IMG 3049Í Reykjavík.


mbl.is Sigmundur fundar með Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband