1920 - Guðmundar og Geirfinnsmál

Guðmundar og Geirfinnsmálin eru komin á dagskrá einu sinni enn. Mér finnst satt að segja alveg nóg komið. Allir virðast vera sannfærðir um að niðurstöður þessarar nýjustu nefndar séu réttar. Hversvega ætti þá að halda áfram? Með hvað að markmiði? Aðferðirnar sem beitt var hafa verið rækilega fordæmdar. Engin hætta er á þær verði endurteknar. Hversvegna ætti þá að halda málunum áfram?

Kannski dregur til tíðinda í pólitíkinni seinna í kvöld. Það er búið að fresta fundi á alþingi hvað eftir annað.

„Bjarni opnar á Evrópumálin“ sá ég í fyrirsögn í einhverju blaði. Nennti samt ekki að lesa þá grein sem ég held að hafi snúist um kosningafund hjá Sjálfstæðismönnum. Þetta er sennilega það sem á ensku er kallað „damage control“. Hann er líklega að reyna að minnka það tjón sem landsfundurinn hefur hugsanlega valdið hafi einhverjir tekið alvarlega þær ályktanir sem þar voru samþykktar.

Önnur fyrirsögn sem ég sá einhvers staðar var á þá leið að nú væri byrjað að innheimta gjald (200 kr.) fyrir að fá að fara inná hverasvæðið í Hveragerði. Ekki var það nú þannig í gamla daga. Hefði sannarlega munað um það ef ég hefði fengið 200 krónur í hvert skipti sem ég hef farið inná hverasvæðið þar. Man vel eftir þegar Eiríkur blindi og Sigga á Hótelinu voru að koma með túristahópa að borholunni þar og setja karbít í hana. (Eiríkur) Mest gaman var að sjá túristana hlaupa skíthrædda í allar áttir þegar holan fór að gjósa. Mamma varð alltaf öskureið ef vindáttin var þannig að gufan fór yfir þvottasnúruna heima.

Fyrst þegar ég kom að Gullfossi var enginn þar og allsengin mannvirki af nokkru tagi. Göngustígur var samt niður að fossinum og malarborin bílastæði skammt frá árgljúfrinu. Malbik eða olíumöl þekktist þá ekki utan Reykjavíkur. Las ágæta lýsingu eftir Ármann Jakobsson um daginn á því hvernig umhorfs var við Gullfoss áður fyrr. Nú skilst mér að komi þangað mörg hundruð manns á hverjum degi og húsum fjölgi þar stöðugt. Þegar forsætisráðherra Kína var á ferð fyrir nokkrum árum fékk hann ekki að skoða Kerið í Grímsnesi og var í staðinn sýnt hverasvæðið í Hveragerði.

Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins er hættur að láta eins og hálfviti. Einu sinni var ég með þessa sótt líka. Helst þurfti ég að komast á nýtt fjall í hverjum mánuði. Fjall sem ég hefði ekki komið á áður. Svo urðu fjöllinn svolítið erfið. (Og fækkaði líka a.m.k. þessum óklifnu.) Þá tók ég uppá því að ganga milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Hef gert það nokkrum sinnum. Er hættur því líka enda orðinn rúmlega sjötugur. Kannski ég byrji bara á þessu aftur. Jón Ármann er 86 ára að ég held.

IMG 2874Bárujárn.


mbl.is Undirgefin og föst í lygavef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband