2049 - Evrópa

Var aðeins byrjaður á bloggi þegar ég fór í frí um daginn. Tuttugasta og fyrsta september minnir mig að það hafi verið. Nenni ekki að fjargviðrast um pólitík. Það sem ég var búinn að skrifa áður en ég fór læt ég samt flakka.

Jónas Kristjánsson talar um hópefli ráðherra. Man að mér blöskraði mjög á dögum Hafskipsmálsins þegar ég las frásögn af því að þeir byrjuðu alla stjórnarfundi á því að syngja: „Áfram kristsmenn, krossmenn“. Lét mér samt vel líka að bræðralagssöngurinn var sunginn í lok allra skátafunda sem ég sótti á sínum tíma. Já, það breytist margt.

Undirskriftasafnanir eru í tísku. Á von á þónokkrum fjölda í vetur. Nú ætla ég að reyna að rifja upp hverju ég hef verið á móti um ævina. Ég var á móti því að hægri umferð kæmist á og brú yfir Óseyrarnes yrði byggð. Hún var samt byggð Ég var meðmæltur þvi að ÓRG skrifaði ekki undir fjölmiðlafrumvarpið. (Aðallega vegna þess að á þeim tíma vann ég á Stöð 2) Ég samþykkti báðar Icesave tillögurnar sem bornar voru undir þjóðina og skrifaði undir áskorun á ÓRG sem hann tók ekki mark á. Ég vil að Ísland gangi í ESB. Ég vil flugvöllinn burt. Ég býst við að ég vildi ganga úr NATO ef ég væri spurður. Líklega hefði ég líka verið á móti bjórnum ef um hann hefði verið kosið. Á þessu sést að lítið er að marka mig. Undanfarin ár hafa afar fá rök komið fram sem hagga þessum skoðunum mínum. Einkum á það við um flugvallarmálið.

Þegar hér var komið sögu fór ég í ferð með fyrirtækinu „Bændaferðum“ til Austurríkis, Þýskalands og Norður-Ítalíu. Nú er kominn október og nýr veruleiki blasir við mörgum. Hef ekki skoðað stjórnmálaástandið á landinu ítarlega og ætla alls ekki að kommenta neitt á það. Lét Internetið,  fésbókina, heimsmálin og Ísland að mestu leyti í friði í ferðinni og sé ekkert eftir því. En bloggið mitt heldur áfram þar sem frá var horfið. Ég mun halda áfram að hugleiða alla skapaða hluti sem mér detta í hug og vel getur verið að ég fjölyrði eitthvað um ferðalagið, en það er þó ekki víst.

Hugsanlega hafa einhverjir saknað þess að geta ekki lesið þetta blogg mitt meðan ég var í burtu og þessvegna er ég að hugsa um að vinda að því bráðan bug að setja þetta á Moggabloggið.

IMG 4101Nauthólsvík.


Bloggfærslur 2. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband