8.1.2013 | 23:51
1846 - Skammstafanir
Hér eru nokkrar skemmtilegar skammstafanir sem ekki verða birtar ráðningar á (nema þá kannski einhverntíma seinna eða eftir beiðni þar um.) Þið megið giska á hvað þær eiga að þýða. Bannað að Gúgla. Engin verðlaun.
NATO, FUBAR, WOMBAT, LASER, RADAR, ACLU, ABS, ADIDAS, ADSL, ASDL, AKA, AOL, ASAP, ASCII, BASIC, BLOG, BLT, BMX, CAD, CIA, NASA, NASDAQ, COBOL, ROFL, NYSE, NAFTA, ABBA, FIDE, GPS, FIFA, FIAT, DLL, DOS, USB, DVD, EBITDA, FBI, FAQ, FDR, FAT, KKK, SEAT, SPAM, TEMP, SWAT, HTTP, HIV, HTML, IBM, ICBM, IKEA, IRC, IRS, JEEP, JFK, KPMG, MODEM, MSG, NAACP, NASCAR, NBA, NBC, NTSC, RFK, NYPD, OCR, PDF, PERL, PLO, PVC, QWERTY, RIP, RPH, REM, RPG, ROTC, SETI, SMS, UAE, UFO, VVV, WASP, WYSIWIG, YMCA, ZIP.
Er hægt að segja fésbókinni í eitt skipti fyrir öll að ég kæri mig ekkert um að einhver öpp séu að skrifa tölvupóst í mínu nafni? Mér finnst þessi viðleitni vera að versna. Svo virðist sem í hvert skipti sem einhver fésbókarvinur minn mælir með einhverju sem er á appi sem ég er ekki áskrifandi að, þá rjúki fésbókin til (eða appið) og tilkynni mér það og spyrji um leið hvort ég vilji ekki endilega gerast áskrifandi að þessu appi sem svo og svo mörg hundruð þúsund séu nú þegar áskrifendur að og býðst til að skrifa tölvubréf í mínu nafni. Mér leiðist þetta.
Mér viðast það einkum vera þrír aðilar sem kemur til greina að kjósa í alþingiskosningunum í vor. Mér finnst ekki koma til greina að kjósa fjórflokkinn. Þá lítur þetta þannig út í huga mér um þessar mundir.
1. Björt framtíð. Þar viðist fylgið ætla að safnast nokkuð saman. Þar eru þingmenn í forsvari og þar er um að ræða miklu betri kost en fjórflokkinn. Þar er Jón Gnarr og hans lið.
2. Dögun. Þar er um nokkurt þingval að ræða og hópar sem starfað hafa saman eins og frjálslyndi flokkurinn, hreyfingin og hagsmunasamtök heimilanna ásamt öflugum einstaklingum.
3. Pírata partíið hennar Birgittu. Áhersla er þar lögð á opið og frjálst samfélag og ýmislegt annað sem mér hugnast bærilega.
Hef ekki trú á að Samstaðan hennar Lilju Mós. né hægri grænir verði til stórræðanna þegar á hólminn er komið. Annars þurfa allir þessir flokkar eða flokksbrot á kynningu að halda.
Það er tiltölulega auðvelt að sýnast ljóngáfaður með aðstoð Google.com og venjulegur besservisseraháttur er nær útilokaður. Það er svosem hægt að þykjast vita allan fjandann (ljúga bara einhverju) ef það er öruggt að enginn komist í tölvu. En meðal annarra orða, hvers vegna er sagt; ljóngáfaður? Eru ljón eitthvað gáfuð? Nautheimskur, hundveikur, svínslegur, sauður, hrútleiðinlegur, kindarlegur, mélkisa, kattliðugur, úlfgrár, o.s.frv. er svosem sagt líka. Þýðir það eitthvað sérstakt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 00:33
1845 - ESB
Segjum að öfgahægrimennirnir eins og Jón Valur Jensson hafi rétt fyrir sér varðandi ESB. Þeir hafa þrástagast á því að ekkert sé um að semja í samningaviðræðunum, nema í hæsta lagi einhverjar frestanir á ákvæðum sem er að finna í lögum sambandsins. (Geta þess þó ekki hversvegna yfirleitt er setið við samningaborðið.) Er líklegt að íslenska samninganefndin samþykki slíka vitleysu? Ég held ekki. En gerum samt ráð fyrir þeim fjarlæga möguleika. Er þá líklegt að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég held ekki. Samt er eitthvert fylgi við þá heimsku að steinhætta öllum samningaviðræðum núna strax.
Já, ég er hlynntari aðild að ESB en ekki. Hef verið það frá 1972, þegar Danir og Bretar gengu í sambandið. Auðvitað skiptir samt máli hver niðurstaðan verður úr samningaviðræðunum við ESB. Verði fiskveiðiákvæðin þar ekki nægilega sértæk og hagstæð fyrir okkur Íslendinga mun ég að sjálfsögðu verða á móti inngöngu. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim möguleika að ESB kæri sig ekki nokkurn skapaðan hlut um að við göngum í sambandið á þeim kjörum sem okkur líkar. Ekki er heldur hægt að neita því að samningaviðræðurnar hafa tekið alltof langan tíma. Erfiðleikarnir á að ná samningum hljóta að vera ESB-megin. Ég geng að minnsta kosti útfrá því. Hverju töpum við Íslendingar á að halda samningviðræðunum áfram? Engu. Ég get a.m.k. ekki komið auga á það. Jú, hugsanlega töpum við auknum launum samninganefndarfólksins, ef þannig hefur verið samið við það, að það græði því meira sem samningaviðræðurnar standa lengur. Kannski hefur það verið.
Það er hægt að telja upp ýmislegt sem mundi vinnast við inngöngu. Ég ætla samt ekki að reyna það. Einhverjir hljóta samt að tapa á því. Ef ekki er talið með að ESB kunni að tapa fjárhagslega á því er líklegt að sú innlenda stétt sem helst mundi tapa sé bændur. Það er samt engan vegin víst að svo verði. Styrkir og fyrirkomulag þeirra kann að verða hagstæðara þeim eftir inngöngu en fyrir. Jafnvel þó ekkert ynnist við inngöngu væri ég samt fylgjandi henni, einfaldlega vegna þess að gott samband við nágrannaríki okkar er mörgu öðru mikilvægara.
Stærstu mál er aðeins hægt að afgreiða í miklum ágreiningi. Takist öðrum hvorum aðilanum að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um málið, er samt möguleiki á að aðstæður breytist svo mjög að hún verði óþörf. Þannig fór t.d. um hermálið. Miklu máli getur skipt hvenær viðkomandi þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram og um hvað nákvæmlega er spurt. Um slíkt ætti þó að vera hægt að semja. Um margt er hægt að semja, en aldrei verður samið milli allra innlendra aðila um inngöngu í ESB. Málið er einfaldlega ekki þannig vaxið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)