1761 - Ammæli

Ég fékk svo margar hamingjuóskir á fésbókinni í tilefni af afmælinu að ég treysti mér ekki til að þakka hverjum og einum sérstaklega, eins vert væri að sjálfsögðu. Kærar þakkir öll sömul. Margir minntust líka á afastelpuna sem litlu munaði að ég fengi í afmælisgjöf og ég þakka að sjálfsögðu líka fyrir það.

Benedikt Axelsson sendi mér eftirfarandi vísu sem mér finnst ljómandi góð.

Að eldast gjarnan verðum vér,
oss varla tekst að yngjast.
Á kvennafari færðin er
farin mjög að þyngjast.
Tíminn engin gefur grið.
Gratúlera með afmælið.

Ekki er búið að bíta úr nálinni með óveðrið fyrir norðan. Samkvæmt fréttum er ástandið ýmist betra eða verra en búist var við og það segir manni ákaflega lítið. Einhverjir hafa álasað bændum fyrir að hafa ekki verið búnir að smala, en ég held að enginn hafi búist við svona miklum snjó. Ég hef ekkert vit á þessu og held að ég heimski mig bara á því að vera að fjölyrða um ástandið. Man eftir rafmagnsleysi í rúma viku þegar ég bjó á Snæfellsnesi, en það voru allt aðrir tímar þá.

Eiríkur Örn Norðdahl segir að það sé bölvaður aumingjaskapur að blogga ekki á hverjum degir og þeir sem ekki geti það eigi ekki að fá að blogga. Ég er svolítið sammála þessu en er samt ekkert hræddur um að missa bloggleyfið. Hugleiðingar um hitt og þetta eins og ég ástunda er auðveld leið til að blogga fjandann ráðalausan. Svo er líka hægt að blogga um það hvorn fótinn maður setur fyrr framúr rúminu á morgnana o.s.frv. en slík blogg ganga vafalaust ekki fyrir hvern sem er og jafnvel ekki endalaust fyrir útvalda.

IMG 1580Blóm.


Bloggfærslur 14. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband