11.5.2012 | 20:33
1668 - Mistök á lögmannsstofu (bara plat)
Gamla myndin.
Þarna sýnast mér vera Jón Eðvald Alfreðsson, Konni, Sigurður Fjeldsted og Árni Gíslason.
Málþóf er alltaf málþóf hvað sem hver segir. Gallinn við það sem er að gerast á alþingi þessi dægrin er sá að vafasamt er að stjórnarliðar séu nokkuð betri en stjórnarandstaðan í þessum sökum. Þó er ekki hægt að fullyrða um það, því aðferðirnar sem beitt er við málþófið breytast í sífellu. Ragnheiður Elín Árnadóttir sem stjórnar málþófinu núna er að því leyti verri en þeir sem fengist hafa við slíkt áður að hún kann ekki að leyna neinu og málþófið er augljóst.
Af því að stjórnarþingmenn vita ósköp vel að þeir muni nýta sér þessa aðferð ef þeir telja sig þurfa þess þá þora þeir ekkert að gera. Það er samt auðvelt að losa sig við þessi ósköp en þingmennirnir sem fyrir þessu standa hugsa ekki um virðingu neinna. Hvorki sína eigin eða alþingis. Þykjast vera að hugsa um þjóðarhag en eru bara að hugsa um hvernig þeir eigi að eyða peningunum sem þeir fá fyrir þennan asnaskap.
Það er hægt að ergja sig heil ósköp yfir því hvað alþingismenn eru vitlausir og hve hægt gengur að koma þeim til aðstoðar sem fóru illa útúr Hruninu, en spurningin er hvort þetta skiptir nokkru máli. Er ekki alveg eins merkilegt að ergja sig útaf tapi knattspyrnuliðsins síns í síðasta leik? Jú, jú rexið í þingmönnunum skiptir eflaust máli fyrir þróun þjóðfélagsins, fótboltinn kannski líka. Er ekki bara best að slá þessu öllu upp í kæruleysi og reyna að plata náungann sem allra mest og ota sínum tota. Græða bara eins og samviskulaus útrásarvíkingur. Meðan maður gerir það er ágætt að þykjast vera voða góður og styrkja góð málefni hæfilega mikið.
Það er nefnilega ekkert víst að maður eigi annað líf. Kannski er bara best að lifa þessu eins og enginn sé morgundagurinn. Þá þarf maður ekki að sjá eftir neinu þegar maður fer yfir móðuna miklu. Það sem gerist eftir það skiptir mann nákvæmlega engu máli.
Ég er alls ekki nógu góður myndasmiður. Myndirnar sem ég birti á blogginu mínu (þær nýlegu í endann altsvo) eru ekki nærri nógu góðar. Enda teknar á einskonar Instamatic-vél. Stillingarnar á henni eru að mestu sjálfvirkar. Það er langþægilegast að nota þær. Gömlu myndirnar hjá mér eru fæstar nógu skýrar. Það er margt sem þarf til að geta tekið sæmilegar myndir. Eitt af því nauðsynlegasta er að hafa góðar græjur og kunna á þær. Einnig þarf gott myndauga og svo fer það eftir tegundum mynda hvað er mikilvægast. T.d. þarf næstum ótakmarkaða þolinmæði til að taka góðar dýramyndir. Nútildags er líka mikilvægt fyrir ljósmyndara að kunna að fótósjoppa myndir, eða lagfæra þær eins og líka má kalla það. Myndir af fólki eru oft það einfaldasta því þá eru það yfirleitt augnablikið og svipbrigðin sem ráða því hvort myndin er góð eða ekki.
Fyrir einhverja tilviljun horfði ég í gærkvöldi á sjónvarpsstöðina ÍNN og sá þar Gísla nokkurn Gíslason frá Norhern lights energy http://nle.is/ segja frá rafmagnsbílum sem fyrirtækið er að fara að setja á markaðinn. Þá bíla á aðeins að setja í samband við venjulegt rafmagn og gætu þeir vel átt framtíð fyrir sér hér á Íslandi. Nánari upplýsingar má eflaust fá á heimasíðu fyrirtækisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. maí 2012
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson