1604 - Þorskastríð o.fl.

Untitled Scanned 01Enn er ég að birta myndir frá Bjössa. Hér koma nokkrar Hveragerðismyndir. Þessi er af Grýtu (eða Grýlu). Friðastaðir í bakgrunni. Sennilega er fremur kalt í veðri þarna því allir virðast vera inni í bílunum að horfa á þetta „miklfenglega“ gos.

Man vel eftir þorskastríðinu 1958. Það held ég að hafi verið nr. 2; man sömuleiðis eftir löndunarbanninu og Dawson úr fréttum sem líklega hefur verið nokkru fyrr. Þegar þorskastríðið 1958 skall á þann 1. september var ég að vinna í Álfafelli og m.a. að þvo skyggingu af rúðunum í stóru blokkinni sem var tengd vinnuskúrnum. Það stríð (altsvo landhelgisstríðið en ekki stríðið við rúðurnar) stóð nokkuð lengi. Ætli það hafi ekki verið samið við Breta rétt eftir 1960. Þá lofuðu Íslendingar að leggja frekari hugsanlegan ágreining um fiskveiðimörk fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag en sviku það.

1. septembar 1972 færðu Íslendingar landhelgi sína í 50 mílur. Það var sama daginn og Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák. Man vel eftir atburðinum sem varð líklega í maí 1973 þegar Ægir skaut á togarann Everton. Man að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þá því hatrið í garð Breta var slíkt að lítill vandi hefði verið að æsa til ófriðar við þá ef við Íslendingar hefðum átt einhver vopn sem munaði um. Lögðum samt ekki undir okkur sendiráð þeirra. Bretar komu fram í þessu stríði sem sjentilmenn (þó ekki karlarnir á togurunum) en við Íslendingar sem vanstilltir unglingar.

Í seinni hluta september 1972 eða sama mánuðinum og landhelgin var færð út var ég ásamt nokkrum öðrum staddur á krá einni í Dublin á Írlandi. Þá kom til okkar Íri sem hafði fylgst með okkur og spurði hvaða mál við töluðum eiginlega. Hann taldi helst að það væri finnska, en þegar við sögðumst vera Íslendingar uppveðraðist hann allur og keypti bjór fyrir okkur öll ásamt félögum sínum og þeir sögðu að við værum miklar hetjur að standa svona uppi í hárinu á helvítis Tjöllunum. Sennilega var það fyrst þá sem ég fór almennilega að skynja að heimurinn er talsvert stærri en Ísland. Víkingatrú mín var svo skotin í kaf daginn eftir en það er önnur saga.

netutgafa1netútgafa2netutgafa3Þegar minnst er á mig opinberlega á jákvæðan hátt uppveðrast ég auðvitað allur enda er það ekki algengt. Salvör Kristjana minntist á mig og Netútgáfuna á fésbókinni nýlega; hér eru klippur af því. Mér finnst að rafbækur skipti alveg máli.

Hlustaði áðan á Silfur Egils. Athyglisverðust þar fannst mér umræðan um lífeyrissjóðina. Íslendingar eru jafnan á eftir öðrum. Man ekki betur en svipuð umræða hafi farið fram og tengst stjórnmálum í Svíþjóð fyrir svona 20 árum. Ofurvald lífeyrissjóðanna hefur farið sívaxandi hér á landi lengi undanfarið. Sú kenning að það sé m.a. orsök vaxandi andúðar almennra félaga í verkalýðsfélögunum á starfsemi þeirra, finnst mér merkileg og vel geta staðist.

IMG 7849Allt á kafi í snjó; eða þannig.


Bloggfærslur 5. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband