1614 - ÓRG

Untitled Scanned 73Kappsund í sundlauginni í Laugaskarði. Merkilegt hvernig fánarnir á miðri mynd blakta. Líklega eru þetta Byggingin og stóra húsið á Reykjum sem gnæfa yfir búningsklefana.

Mér finnst ekki sérlega gáfulegt hjá Samtökum lánþega að vera að líkja sér við Portúgal eins og ég sá einhversstaðar. Hinsvegar er það greinilegt að ríkisstjórnin hefur gert sig seka um meiriháttar afglöp. Þeir sem styðja hana núorðið gera það flestir af því ekki virðist völ á neinu skárra. Sighvatur talaði fyrir kosningum næsta haust og kannski er það alveg rétt hjá honum. Stjórnin ætti að taka frumkvæði í þessum málum og stefna strax á kosningar þá, en ekki láta hrekja sig þangað. Mismunur á milli gengistryggðra lána og verðtryggðra er nú orðinn svo mikill að ríkisstjórninni er varla sætt miklu lengur. Vel getur orðið um þrjár mikilvægar kosningar að ræða á þessu ári: Forsetakosningar, kosningu eða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp og alþingiskosningar.

Rauðvín er betra en gallsúr áróður. Þessvegna datt mér í hug að skrifa frekar um mótorhöfuðs-rauðvín en hæstaréttardóma enda eru líklega margir sem láta ljós sitt skína um þá. Þetta með popp-rauðvínið er merkilegt mál. Í grunninn sýnist mér það snúast um hver eigi að ráða vöruvalinu í verslunum sem ríkið rekur. Þetta er alls ekki einfalt mál eins og það væri sennilega ef um einkarekna verslun væri að ræða. Þá væri sjálfsagt að hafa til sölu það sem fólk vill kaupa. Taka þyrfti samt tillit til ýmissa atriða sem snerta siðferði og þessháttar. Starfsfólk ÁTVR reynir að skjóta sér á bakvið eitthvað slíkt en satt að segja er það ekki mjög sannfærandi. Ég hef séð myndir af þessum rauðvísflöskum og finnst óþarfi að hindra sölu þeirra, ef fólk vill kaupa vínið.

Eiginlega er það alveg ólíðandi að forseti lýðveldisins sýni landsmönnum öllum þá ókurteisi og fyrirlitningu sem Ólafur Ragnar Grímsson gerir núna. Augljóst er að með háttalagi sínu hefur hann óeðlileg áhrif á það hverjir hugsanlega bjóða sig fram á móti honum næsta vor. Það getur verið að lagatæknilega séð sé svona háttalag verjandi. Ég kaus ÓRG á sínum tíma en mun áreiðanlega ekki gera það aftur. Þrjátíu þúsund manns hafa undirritað áskorun til hans um að bjóða sig fram einu sinni enn. Á engan hátt hafa þessir Íslendingar þó skuldbundið sig til að kjósa hann ef hann verður við áskoruninni. Hiklaust má gera ráð fyrir að stuðningsmönnum hans fari mjög fækkandi ef hann svarar ekki fljótlega spurningunni um það hvort hann muni svara kalli þessa hóps.  

Hannes Pétursson skáld og Álftnesingur skrifar skemmtilega grein um ÓRG nýlega og ég sá hana ekki fyrr en núna áðan. Linkurinn er svona: http://www.visir.is/felulitir-/article/2012702179997

Annaðhvort er Moggabloggið skyndilega orðið óhemju vinsælt eða bandvíddin þangað er afar lítil (hefur jafnvel verið minnkuð) Sá nefnilega í gærkvöldi að viðbrögð höfðu verið við athugasemdum mínum en ég gat ekkert svarað þeim eða lesið nema rétt upphafið af þeim og auðvitað ekki sett upp nýtt blogg sem þó var tilbúið. Óþægilegt.

IMG 7907Hreppur, bær eða kaupstaður.


Bloggfærslur 17. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband