1612 - Æ, þegiðu

Untitled Scanned 66Gamla myndin.
Hjólað á skólatúninu. Gamli barnaskólinn vinstra megin á myndinni og hornið á þeim nýja til hægri. Auk þess Garðyrkjustöðin á Reykjum, Laugaskarð og fjósið á Reykjum.

„Hér er því rangur hattur settur á ráðuneytið, líkt og þegar Jón Hreggviðsson setti upp hatt böðulsins í Galtarholti forðum.“

Þessi orð Össurar Skarphéðinssonar á alþingi hafa orðið tilefni nokkurra orðahnippinga. Siv Friðleifsdóttir þóttist vera að taka upp hanskann fyrir flokkssystur sína og gerði þessi ummæli að umtalsefni á alþingi og Illugi Jökulsson skrifar um málið á Eyjubloggi sínu. Mér finnst að fólk eigi að láta svonalagað eiga sig. Ef menn vilja strá í kringum sig tilvitnunum þá mega þeir það mín vegna. Séu þær vitlausar eða óviðeigandi hljóta þær að hitta ræðumann sjálfan fyrir. Annars eru þær bara eins og þær eru.

Nú er ég búinn að skrifa á fésbókarvegginn minn bæði um Snorra í Betel og Bjarna Benediksson og þar með búinn að eyðilegga mögulega umfjöllun um þá hér á blogginu blessaða. Þá verð ég bara að reyna að finna eitthvað annað. Já, ég hélt semsagt framhjá blogginu mínu í gær og setti það sem mér fannst vera talsverð gullkorn á fésbókina. Þar skrunar það niður í glatkistuna á no time eða það finnst mér. Get ekki að .því gert að mér finnst bloggskrif vera varanlegri en fésbókarskrifelsið. Sjálfhverfan og sjálfsánægjan er meira að segja svo mikil að ég er að hugsa um að setja þessi tímamótaveggskrif (gæsalappalaus) hér í bloggið:

Bjarni Benediktsson gerði augljós mistök í viðtalinu við Helga Seljan áðan þegar hann reyndi að gera lítið úr upphæðinni sem deilt er um í Vafningsmálinu. Sömuleiðis er það misskilningur hjá honum að gamlar fréttir tapi gildi sínu bara við það að vera gamlar. Ástæða þess að aðrir fjölmiðlar en DV fengu áhuga á málinu einmitt núna er sú að Bjarni hefur hingað til ekki viðurkennt að hafa vitað um hagræðingu dagsetninga í málinu.

Kannski hefur Barnaskóli Íslands á Akureyri sérstakar reglur um það hvaða skoðanir kennarar þar mega hafa. Þannig getur vel verið að brottvikning Snorra í Betel sé réttmæt. Hinsvegar finnst mér að skólanefndinni komi lítið við hvað skrifað er um á bloggi sem ekki tengist skólastarfinu á neinn hátt. Stangist það á við lög eða stjórnarskrá er samt sjálfsagt að kæra málið.

Og lofa að gera þetta helst ekki aftur. Ef ég linka svo í þessi bloggskrif á fésbókina eins og ég geri stundum er ég þá ekki búinn að ná mér svolítið niðri á fésbókarræflinum?

IMG 7891Útidyr og snjór.


Bloggfærslur 15. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband