5.12.2012 | 10:04
1822 - ESB
Get ekki að því gert að mér finnst málflutningur þeirra sem eru sem mest á móti inngöngu okkar í ESB einkennast talsvert af því að þau setji ekki lífskjörin sjálf í fyrsta sæti þegar um framtíðina er rætt. Einhver óljós hugtök um sjálfsákvörðunarrétt, þjóðhollustu og þess háttar eru meira metin.
Um þetta er þó ekki mikið að fást ef það er meirihluti þjóðarinnar sem er fylgjandi þessu. Sá meirihluti verður að ráða. Mér finnst málflutningur æði margra einkennast af því að það sjálft eigi að ráða en ekki fjöldinn. Auðvitað er hægt að hafa áhrif á fjöldann og hefur alltaf verið hægt. Það þýðir samt alls ekki að meirihluti fólks sé fífl.
Ef fylgjendum aðildar tekst ekki að telja nægilega mörgum trú um að slík aðild sé æskileg verður að horfast í augu við að málstaðurinn sé e.t.v. ekki nógu góður. Mér finnst bera meira á þeim málflutningi hjá andstæðingum aðildar að neita með öllu að horfast í augu við að afstaða þeirra kunni að vera röng að því leyti að meirihlutinn vilji í raun annað.
Tímasetning kann að skipta miklu máli þarna. Mér finnst vera Bandaríkjahers hér á landi vera ágæt til samanburðar. Margir voru mjög á móti veru hans og segja má að það hafi verið dæmigert já eða nei mál á svipaðan hátt og aðildin að ESB er núna. Aldrei fékkst samt úr því skorið hvort meirihluti þjóðarinnar vildi að hann færi eða ekki.
Í þá daga tíðkuðust ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og varla er hægt að segja að þær geri það enn. Þjóðin er þó mun upplýstari nú en þá var og vel getur verið að þjóðaratkvæðagreiðslur í mun ríkari mæli en verið hefur henti okkur vel. Fulltrúalýðræðið með alþingi, ríkisstjórn og forseta, sem starfi á svipaðan hátt og verið hefur síðustu sjö eða átta áratugina virðist ekki henta okkur nógu vel.
Skrifpúkinn virðist hafa náð völdum yfir mér. Ég get ekki óskrifandi verið. Ef ég á að koma í veg fyrir að bloggin mín verði óhóflega löng, verð ég að fara að setja upp blogg oft á dag, eins og Jónas Kristjánsson gerir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2012 | 03:32
1821 - Molar um málþóf og fleira
Þetta held ég að hafi bara aldrei gerst áður. Það fyrsta sem ég skrifa í þessu bloggi er fyrirsögnin. Nú er semsagt komið að því. Í ein átjánhundruðogtuttugu blogg hef ég alltaf verið að bögglast við að semja hæfilegar fyrirsagnir á bloggið mitt. Nú stekkur hún bara albúin fram eins og Aþena úr höfði Seifs. Og ég verð að hundskast til að semja blogg sem hæfir svona fínni fyrirsögn. Að sumu leyti kann að virðast sem ég sé að gera grín að Eiði Guðnasyni með þessu, en svo er ekki því ég var einmitt að horfa á skrípamynd af Bjarna Benediktssyni þegar mér datt þetta í hug.
Í morgun varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég hélt nefnilega að Illugi Gunnarsson (þó hann hefði eitt sinn verið í slagtogi með óvininum sjálfum sem er svo máttugur að þeir sem nefna nafn has missa hálfan kraft sinn eða verða alveg eins Jóhanna Sigurðardóttir. DO er hann víst nefndur ó mig auman - ég vissi ekki að líka væri bannað að skammstafa nafnið hans.) væri supergáfaður. Hann var nefnilega eitt sinn að koma úr einhverju viðtali eða eitthvað á stöð 2 þegar ég var næturvörður þar. Og hann fór að tala við mig um allt mögulegt og það kom í ljós að hann er ansi vel heima í mörgum málum. Fyrst töluðum við um fótbolta, aðallega enskan því sá íslenski er svo leiðinlegur. Farðu frá þarna, Mörður. Og svo bara um allt mögulegt. Illugi er semsagt orðinn málþófssinnaður mjög og nú sé ég að þessi málsgrein er orðin alltof löng.
Já, fjölyrðum aðeins um þessi vonbrigði. Hann var einna fyrstur á skrá í hálftíma hálfvitanna og ég bjóst við að honum tækist að láta gáfurnar skína í gegn. En, nei. Hann talaði næstum því eins og allir hinir og er greinilega með einhverja SJS komplexa því hann vildi meina að einhverjir aðrir, hann sjálfur jafnvel, jöfnuðust eitthvað á við Steingrím hinn ógurlega og Vigdís litla Hauks faldi sig undir borði.
Og í lokin á blogginu þarf ég svo að hnýta einhverri speki sem kannski er engin speki, bara sannleikur.
Það er flest dæmigert sem ég geri. Og djöfull leiðist mér það. Væri miklu betra að vera svolítið spesíal. Ólíkur öllum öðrum o.s.frv.. Tveir punktar hér. Allt eftir bókinni. Já jafnvel ólíkur Ólafi sérstaka.
Þetta fer nú bara beint í kvartholið sagði Styrmir og skutlaði greinargerðinni aftur fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)