1800 - Kvenvargar

Nei, ég er ekki hættur að blogga. Það er bara eins og það sé ekkert pláss fyrir mig. Ég er ekki nærri nógu heiftúðugur og hef t.d. lagt mig fram um að vera ekki orðljótari en nauðsynlegt er.

Hef þó ekki komist hjá því að lesa eitt og annað eftir og um kvenvargana Evu Hauksdóttur, Hildi Lilliendal og Hörpu Hreinsdóttur. Þar hefur mér fundist mest fara fyrir umræðum um fésbókina. Facebook þetta og Facebook hitt, er langmikilvægasta umræðuefnið. Mér finnst fésbókin með eindæmum ómerkilegt umræðuefni og bið nefnda kvenvarga velvirðingar á því. En ég vil endilega taka umræðuna útfyrir fésbókarómyndina. Það er líf fyrir utan hana. Það hef ég sannreynt sjálfur, þó Internetið sé vissulega mikilvægt. Næstum því eins mikilvægt og rafurmagnið.

Það mætti kannski minnast á feminismann sjálfan. Verst er að feminismi getur verið hvað sem er. Aðallega jafnrétti þó. Erfitt er að afneita því. Jafnvel er hægt að halda því fram að kvenfólk hafi engan einkarétt á feminisma. Svo eru líka margir maskúlínistar sem sjá rautt þegar minnst er á feminisma og ákalla jafnvel Gilzenegger sjálfan.

Annars virðist mér sem ég hafi brotið mörg lögmál pólitískrar rétthugsunar (sem ég er orðlagður fyrir) með þessu bloggi mínu. Auðvitað er það útúr öllu korti að kalla t.d. Hörpu Hreins kvenvarg og ég held að hún sé ekkert fyrir pólitíska rétthugsun heldur.

Aðalatriðið er að hafa bloggin stutt og hnitmiðuð, ekki löng og ómarkviss, munið það.

IMG 1768Örkin hans Nóa?


Bloggfærslur 8. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband