1810 - Bloggfíkn

Einhverjir halda enn tryggð við Moggabloggið gamla. Halda samt framhjá með fésbókinni eða einhverju öðru vafasömu vefsetri. Geri það svosem sjálfur líka. Veit ekki hvar þetta endar. Internetið er alltaf að verða stærri og stærri hluti af lífi manns. Líklega er það einhver merkasta nýjung tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Það byrjaði raunar fyrir aldamót en óhætt er að segja að það hafi ekki náð allsherjarútbreiðslu fyrr en á þessari. Fjölyrðum ekki meira um það. Þetta vita allir. Síminn er líka búinn að ná gríðarlegri útbreiðslu, en hefur verið ansi lengi að því.

Mennirnir breytast samt ekki. Sú reiðialda sem nú fer um heiminn vegna atburðanna á Gaza gæti hæglega orðið Ísraelsku ríkisstjórninni að falli. Hræddur er ég um að afl Internetsins í svona málum sé vanmetið. Breytingarnar eru svo hraðfara að ekkert er auðveldara en að missa af þeim.

Þetta er ekki framhald af því sem á undan er. Bæði er hægt að blogga of lítið og of mikið. Mér finnst ég blogga hæfilega mikið. Sumir gera miklu meira af því, en aðrir minna. Það er bara eins og gengur. Ekki er hægt að segja að blogg-gæði fari eftir magni. (Þrír samhljóðar saman er fremur ljótt).  Heldur ekki eftir vinsældum. En hverju þá? Það verður hver og einn að ákveða sjálfur. Menn geta alveg eins orðið bloggfíklar (blogga of mikið eða lesa of mörg blogg) eins og fréttafíklar eða netfíklar. Ekkert af þessu er gott. Öll fíkn er skaðleg. En er hún ekki einmitt fíkn af því að hún er skaðleg? Um þetta má lengi deila. Hóf er best í öllu segir gamla máltækið og vel má heimfæra það á þetta.

Sjálfum finnst mér ég blogga hæfilega mikið eins og áður segir. Einnig hæfilega oft. Hvernig má líka annað vera? Ef mér fyndist ég blogga of oft eða of mikið ætti að vera auðvelt fyrir mig að draga úr því. Það reyndi ég að gera fyrir nokkru, en gekk illa. Þá var ég orðinn háður því að setja alltaf upp blogg á sama tíma (rétt eftir miðnætti – miðnæturbloggara kallaði Emil Hannes mig). En það er erfitt að draga úr bloggi þegar maður hefur einu sinni vanið sig á það. Kannski blogga ég ekki daglega núna, en því sem næst. Ég er þó ekki bundinn af því að setja blogg upp á ákveðnum tíma eins og mér fannst áður.

IMG 1924Hello Kitty.


Bloggfærslur 21. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband