1809 - Palestína

Fór á mótmælafundinn á Laufásveginum. Auðvitað er útlátalítið að vera á móti stríðsátökum. Hverjir eru það ekki? Fannst lélegt hjá innanríkisráðherra, sem lét svo lítið að ávarpa fundinn, að enda ræðu sína á ensku. Sífellt minnkar álit mitt á Ömma. Einu sinni þóttist hann ekki einu sinni vera Vinstri grænn. Í auglýsingaskyni hefði nægt að mæta á fundinn eins og Steingrímur J. Sigfússon gerði. Nokkur fjöldi óbreyttra þingmanna gerði það einnig. Lögreglumenn voru þar og í úrvali. Fundarsókn var líklega betri en fundarboðendur gerðu ráð fyrir.

Meira hef ég eiginlega ekki um fundinn að segja. Hann var ekki sérlega merkilegur. Kannski fylgir honum samt eitthvað. Við Íslendingar eigum enn eftir að þvo af okkur skömmina fyrir þátt okkar í stofnun Ísraelsríkis. Það var kalt þarna. Á laugardagsfundunum á Austurvelli um árið var líka kalt. Einhvern vegin hafði það samt minni áhrif. Tunglið við enda götunnar mældi tímann sem fór í þetta. Hann var fulllangur E.t.v. er hægt að gera jöfnu þar sem hitastigið er látið ráða heppilegri lengd funda. Mesta athygli mína vakti girðingin í kringum sendiráðið hana hafði ég ekki séð áður. Öll ljós í sendiráðinu voru vandlega slökkt. Hvernig er hægt að slökkva ljós vandlega?

Tók einu sinni þátt í mótmælum við sendiráð Rússa í Garðastræði. Það var fjörugra en þetta. Enda í ágúst ef ég man rétt. Nenni ekki að tékka.

IMG 1881Gestaþraut?


Bloggfærslur 20. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband