1585 - Miklihvellur

Scan383Gamla myndin.
Hér er riðið hart. Kannski mætti þekkja á fjöllunum í baksýn hvar þetta hestamannamót hefur verið. Ekki man ég það.

Þeir sem óskuðu með grátstafinn í kverkunum eftir nógu miklum jólasnjó (svo jólin yrðu jólaleg) hafa líklega fengið ósk sína uppfyllta. Mér finnst snjórinn og kuldinn vera farinn að valda vandræðum eins og alltaf er. Það er alveg nóg komið af snjó og ófærð hér á Reykjavíkursvæðinu og svo eru jólin þar að auki búin.

Í kyndlinum mínum er ég núna að byrja að lesa bók (eða réttara sagt pdf skrá) um Fermi´s paradox. Hann er svona á ensku: Where is everybody? Þar er Enrico Fermi, sem er þekktur m.a. fyrir þátttöku sína í Manhattan projektinu, að velta fyrir sér af hverju ekki séu geimverur útum allt. Margar skýringar eru til á því og um sumar (margar) þeirra er fjallað í bókinni. Þarna er meðal annars minnst á Drake-jöfnuna frægu og margt fleira. Mér finnst margt sem snertir „kosmologiu“ mun eftirtekarverðara en trúmál. Hef lesið talsvert eftir Carl Sagan og fleiri og auðvitað séð sjónvarpsþættina sem hann stjórnaði. Man eftir sögu sem lesin var í útvarpið á sínum tíma (fyrir mjög löngu) og nefndist „Svarta skýið“ og var eftir Fred Hoyle sem mig minnir að hafi einnig verið einn af forvígismönnum „Big bang“ kenningarinnar á sínum tíma. Ætti sennilega að fara að kynna mér stjörnufræðivefinn en einhvern vegin hef ég aldrei haft tíma til þess.

Hvað mun gerast þegar bókasöfn fara að lána rafbækur. Þau lána núna hindrunarlaust hljóðbækur. Auðvitað er hæg að afrita hljóðskránar. Eða því geri ég ráð fyrir. Nenni samt ekki að prófa.

Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um afritunarvarnir á rafbókum á bloggið sitt og fésbókina líka. Segir slíkar varnir tilgangslausar og valda einungis skaða og ruglingi auk þess að vera óhemju dýrar. Höfundarréttur er mér talsvert hugleikinn og margir hafa áhuga á honum. Það er samt ekki rétt að annar aðilinn ráði öllu þar. Það er jafnvitlaus hugmynd að listamenn ráði þar öllu eins og að hver og einn geti stolið því sem hann kærir sig um. Höfundarréttur hlýtur að vera eins konar samningur milli notenda hugverka og framleiðenda þeirra. Ýmsar aðgerðir aðila og stjórnvalda geta að sjálfsögðu haft áhrif á þróunina. Einnig tæknin sem notuð er og löggjöf í hverju landi.

Mér leiðast þessir árans mannkynsfrelsarar. Það verður varla þverfótað fyrir þeim. Allir keppast við að bjarga sem flestum börnum í Kína eða einhverju þess háttar og það má varla hafa skoðun á nokkru nema fá sér um leið áskrift að uppáhaldsbílæti mannkynsfrelsararns.

IMG 7710Hentugt farartæki í snjó.


Bloggfærslur 11. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband