1488 - Haraldur yfirlögga

Enn á ný er Saga Akraness eftir Gunnlaug Haraldsson komin á dagskrá. Eyjan segir frá. Óbreyttir og óakurnesískir lesendur fara kannski að fá leið á þessu. Akurnesingar hafa kvartað undan PBB segir Eyjan. Það held ég að eigi ekki við um þá alla. Hverjum er ekki sama um þetta mál? Spyrja eflaust sumir. Deilum kostnaðinum við þetta niður á útsvarsgreiðandi  Akurnesinga. Ég er ekki viss um að allir þeirra séu hressir. Einhverjir eru óhressir með PBB og Páll Baldvin sjálfur er sagður óhress. Útgefandi bókarinnar og blaðið Skessuhorn gætu jafnvel blandast í málið og að sjálfsögðu bæjarstjórnin og ritnefndin.

Hossir þú heimskum gikki
hann gengur lagið á.
Og ótal asnastykki
af honum muntu fá.

(Gamall húsgangur - bætt við seinna)

Haraldur ríkislögreglustjóri telur sig ekki þurfa að fara að ítrustu lögum. Menn á borð við hann telja sig þurfa að hafa neyðarrétt. En hver skilgreindi neyð Haraldar ríkislögreglustjóra. Nú, Björn Bjarnason þáverandi dómsmálaráðherra. Ögmundur er víst dómsmálaráðherra núna og honum er illa við að vera bendlaður við fjórflokkinn og spillinguna sem honum fylgir. Flestum finnst hann reyndar ansi vinstri grænn. Held samt ekki að hann hrófli neitt við Haraldi. Samtryggingin blívur. Þó það komi ekki þessu máli við hefur Haraldur alltaf minnt mig á Herman Göring. Bæði í útliti og á annan hátt.

IMG 6688Þetta er eins og slökkviliðsmaður við umferðarstjórn.


1487 - Lára Hanna

Þetta með númerin á bloggskrifum mínum er eiginlega alveg óvart. Upphaflega skrifaði ég þetta með bókstöfum og hafði engar fyrirsagnir minnir mig. En kannski þekkjast þau á þessu. Sé svolítið eftir því að hafa ekki byrjað uppá nýtt þegar þúsund voru komin. Þúsundið er svo stórt, einsog þúsundkallinn!! (Á Tenerife skipti fimmkallinn jafnvel máli – en sleppum því.) Nú get ég eiginlega ekki hætt fyrr en við tíuþúsund og það er ansi langt þangað til.

Í fésbókartilkynningu (statusi) segir Lára Hanna Einarsdóttir nýlega meðal annars. „Tilgangur vefjarins er...“. Af hverju ekki vefsins? Lára Hanna er alls ekki ein um að beygja orðið vefur með þessum hætti. Mjög margir gera það. Kannski flestir. Ég hef samt aldrei skilið tilganginn með því. Í mínum huga er þessi eignarfallsmynd (vefjar) algerlega óþörf og ber aðallega vitni um einhverskonar fordild.

Flestir virðast hugsa þannig að vefjarmyndin sé sjálfsögð ef talað er um vef á Internetinu. Mundu þá sennilega nota hina myndina ef talað væri um t.d. kóngulóarvef.

Ef kíkt er á hvað Orðabók Menningarsjóðs segir um þetta tiltekna mál er ekki hægt að sjá að merkingarmunur sé á þessum eignarfallsmyndum eða að önnur sé rétthærri hinni. Mér finnst bara eðlilegra að tala um tilgang vefsins og eiginlega er ekkert meira um það að segja.

Ef mótmælin sem boðuð eru á Austurvelli á laugardaginn kemur leiða til þess að alþingi verður óstarfhæft og ríkisstjórnin hugsanlega einnig, er líklegast að það leiði til þess að sá sem sterkastur er og best vopnum búinn ræni völdum.

Hér er enginn her og lögreglan mun ekki reyna neitt slíkt. Sennilega verður reyndin því sú að það verða flokkarnir sem að ríkisstjórninni standa sem ákveða hvort áfram verður haldið eða ekki. Forsetann langar örugglega að blanda sér í málið, en getur hann það?

Í búsáhaldabyltingunni var það Samfylkingarfundur í Þjóðleikhúskjallaranum sem úrslitum réði um það að Samfylkingin ákvað að tilkynna Geir Haarde um endalok ríkisstjórnarinnar. Vinstri grænir hafa líf þessarar ríkistjórnar í hendi sér.

Kannski verða mótmælin ekki eins öflug og sumir virðast gera ráð fyrir og vona.

IMG 6663Tréspýta á gangstétt.


Bloggfærslur 28. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband