1475 - "Bölvađur kötturinn étur allt"

Sennilega ţykir sumum sem ţetta blogg mitt lesa, ađ ţađ sem ég skrifa um stjórnmál sé heldur grunnfćriđ. Ţađ getur vel veriđ rétt, en ég er ţeirrar skođunar ađ betra sé ađ segja eitthvađ en ekkert. Ţau vandrćđi sem steđja ađ mörgum nú í kjölfar hrunsins umtalađa eru ţannig vaxin ađ margir ţegja og kjósa ađ tala ekki um ţau. Kosningar og skođanakannanir eru samt ţađ sem mest er mark takandi á og verđur ađ taka mark á.

Ţeir sem hćst hafa um glćpamennsku ríka fólksins og erfiđleika heimilanna vilja margir hverjir beinlínis byltingu. Auđvitađ ráđa peningar og auđur í öllu formi mestu og ţannig hefur ţađ alltaf veriđ. Ţannig mun ţađ halda áfram ađ vera í ţví kerfi sem viđ höfum kosiđ ađ lifa í. Samtakamáttur ţeirra snauđu er samt mikilvćgur. Byltingu er ég hrćddur viđ. Hún étur venjulega börnin sín og borgarastyrjöld er ţađ ógeđslegasta fyrirbćri sem hćgt er ađ hugsa sér.

„Bölvađur kötturinn étur allt“, er frćgt tilsvar úr sögunni um Bakkabrćđur. Nenni ekki ađ endursegja söguna hér, en lćt nćgja ađ geta ţess ađ brćđurnir losuđu sig viđ köttinn. Sjálfum finnst mér ađ „helvítis fésbókin gíni yfir öllu“, og er skíthrćddur viđ hana. Ţegar ekki verđur lengur hćgt ađ gera athugasemdir hér á sjálfu Moggablogginu nema í gegnum fésbókina ţá er ég hćttur. (Ţ.e.a.s hćttur ađ athugasemdast ţar – hugsanlega held ég áfram ađ blogga.)

Mörgum finnst Villi í Köben vera öfgafullur í stjórnmálaskođunum. Mér finnst hann ţó yfirleitt skemmtilegur, en ţví er ekki ađ neita ađ oft er hann ansi orđmargur um málefni sem hann ţykist hafa mikiđ vit á. Ţau eru líka ansi mörg. Ef hann lumar ekki á einhverjum stađreyndum um máliđ ţá býr hann ţćr bara til.

„Í Ísrael er tryggt fullt jafnrétti allra íbúa í stjórnmálum og ţjóđfélagsstöđu án tillits til trúarskođana, kynţáttar eđa kynferđis.“

Fullyrti Villi í athugasemd hjá Hjálmtý Heiđdal um daginn, en flýtti sér svo ađ fara ađ tala um eitthvađ annađ í ţeirri von ađ fáir tćkju eftir ţessu. Ţetta er nefnilega engan vegin hćgt ađ standa viđ. Ţađ vita allir og Villi jafnvel líka.

Nú er til siđs ađ segja allt ómögulegt, ömurlegt og afleitt í Kína. Svipađ var sagt um Japan fyrir áratugum síđan. Stjórnarfariđ í Japan á ţeim tíma var ţannig ađ bandaríkjamenn réđu ţar ţví sem ţeir vildu ráđa. Í Kína er stjórnarfariđ ţannig núna ađ kommúnistaflokkurinn rćđur öllu. Lítill sem enginn munur semsagt.

Verđtrygginguna er hćgt ađ leggja af á einni nóttu segir Jón Atli Kristjánsson á sínu bloggi. Eflaust er ţađ rétt hjá honum. Gallinn er bara sá ađ ţađ meina ekki allir nákvćmlega ţađ sama ţegar ţeir eru ađ tala um verđtryggingu. Afleiđingarnar sjá menn líka í ţví ljósi sem ţeim líst best á. Ţannig er ţađ bara og ţó einhverjir vilji athuga sinn gang er alltaf auđveldast ađ telja fólki trú um ađ hlutirnir séu annađhvort hvítir eđa svartir.

Já, ég á svosem afmćli í dag (nćstum orđinn sjötugur) og er búinn ađ fá mikinn fjölda af hamingjuóskum á fésbókinni af ţví tilefni. Hef reynt ađ svara ţeim flestum, en finnst eiginlega betra ađ fylgjast međ ţví hvađ ég segi hér á Moggablogginu. Skil ekki fésbókina eins vel.

Jóhanna Magnúsdóttir hin kristilega Moggabloggsvinkona mín héđan af blogginu hefur ađ eigin sögn ákveđiđ ađ fara í forsetaframbođ. Jóhanna minnir mig endilega ađ hafi veriđ ađstođarskólastjóri viđ Menntaskólann hrađbraut, en hćtt ţar og bent á ýmsar misfellur í stjórn skólameistarans. Finn ekkert um hana á fésbókinni samt.

Hef líka heyrt ađ Steinunn Ólína Ţorsteinsdóttir hafi hug á forsetaframbođi. Hugsanlegt er einnig ađ Ólafur Ragnar fari fram einu sinni enn nćsta vor. Sagt er ţó ađ hann og Dorritt hafi veriđ ađ kaupa sér hús um daginn.

Frambođ ţeirra Jóhönnu og Steinunnar eru e.t.v. einhvers konar grínframbođ en ţó finnst mér bírćfni ađ afskrifa ţćr međ öllu. Fari Ólafur fram einu sinni enn er ţó afar vafasamt ađ ţćr sigri hann.

IMG 6540Á Hofsósi.


Bloggfćrslur 13. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband