1464 - Verðtrygging

Hvorki Guðbjörn Jónsson, Marínó G. Stefánsson, Seðlabankinn, Hagsmunasamtök Heimilanna, Valdimar Bjarnason né aðrir sem tjáð hafa sig um þetta verðtryggingarmál eru fyllilega heiðarlegir. Reikniaðferðirnar er erfitt að skilja svo ekki sé nú talað um túlkanirnar. Allir virðast hugsa meira um sinn eigin hag og það sem áður hefur verið sagt, en það sem mestu máli skiptir. Fólki er almenn alveg sama um hver segir hvað, en ekki um það hve mikið það á að borga. Gera þarf greinarmun á greiðslum og skuld, en skuldina þarf samt einhverntíma að greiða, eða hvað?

Hægt er að túlka lög með ýmsu móti. Lögfræðingar fara létt með að sanna hvaða vitleysu sem er, ef þeir fá að vaða elginn nógu lengi. Getur þetta fólk ekki komið sér saman um neitt? Þetta er eins og versta ríkisstjórn. Óskiljanlegt með öllu. Ef meiningin er að koma óorði á fjármagnseigendur (Lífeyrissjóði) og Íbúðalánasjóð þá er það í þann veginn að takast. Verðtrygginguna sjálfa er fyrir löngu búið að taka af lífi, en samt er hún enn við lýði og líður ágætlega.

Það sem vantar er einhver stofnun sem fólk treystir. Háskólinn er vanhæfur. (Hvaða háskóli?) Þessi stofnun þyrfti að hafa yfir að ráða fólki sem kynni að reikna og koma meiningu sinni óbrjálaðri frá sér. Er hún til?

IMG 6447Eftir því sem tunnurnar tæmast...


Bloggfærslur 31. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband