1458 - Útvarp Saga

208Gamla myndin.
Kristinn Jón Kristjánsson og Gunnar Hallgrímsson.

Útvarp Saga reynir umfram allt að auka heiftina í þjóðfélaginu. Elur á öfund eftir mætti. Er á móti sem allra flestu og reynir að ávinna sér vinsældir með því. En hvert eiga þessar vinsældir að fara? Sennilega gerir starfsfólkið þar sér vonir um að vinsældirnar skili sér í auknum auglýsingum og með því tekjum fyrir stöðina.

Óviðunandi er að reyna að loka fyrir svona lagað. Miklu nær er að mæta því með rökum og stillingu. Samt er þeim ekki mætt á þeim vettvangi sem þau skilja. Þ.e. á öldum ljósvakans. Poppgaulið á hinum útvarpsstöðvunum langflestum er forheimskandi mjög.

Óánægjufylgið í stjórnmálum nær oft tíu hundraðshlutum eða svo. Útvarp Saga mun örugglega styðja þjóðremdan ofstækis- og innflytjendahatursflokk ef hann kemur fram. Og mér finnst líklegt að hann komi fram hér á Íslandi eins og víða annarsstaðar.

Frjálslyndi flokkurinn er í sárum en gæti þó gengið aftur og fyllt þetta skarð. Stefnuskrá hans hentar vel fyrir slíkt. Útvarp Saga studdi hann meðan það borgaði sig og gerir kannski enn.

Orrustan milli kapítalisma og kommúnisma stendur ennþá. Að vísu eru nöfnin breytt en kjarninn er sá sami. Hvernig kommúnismanum á Íslandi hefur tekist að samsama sig þjóðrembunni er illskiljanlegt. Mér fyndist miklu eðlilegra að baráttan stæði um fylgi þeirra sem hugsa grænt. Þjóðremban tilheyrir öfgahægrinu.

Á sviði öfgahægrisins keppa þeir nú opinberlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins. Sigmundur hefur tekið forystuna eins og er með því að segjast ætla í þjóðrembdan matarkúr. Bjarni er núna að upphugsa svar við því. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.

Það fór eins og mig grunaði. Illt er að kenna gömlum hundi að sitja. Ég á greinilega erfitt með að hætta að blogga eða minnka það að ráði. Gömlu myndirnar eru svo lélegar að ég hugsa að ég hætti fljólega að birta þær. Þeim fækkar líka. Tek frekar meira af myndum sjálfur og birti jafnvel tvær eða fleiri með hverju bloggi. Varið ykkur bara.

Þegar Ómar Ragnarsson gengur í flokkin hjá Guðmundi Steingrímssyni mun ég íhuga að kjósa þann flokk. Ef veðurflokkurinn hans Sigurðar Þórs býður einnig fram mun ég lenda í vandræðum.

IMG 6410Úr Héðinsfirði.


Bloggfærslur 24. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband