22.8.2011 | 00:28
1456 - abcd.is

Bifrastarmynd. Kristinn Jón Krinstjánsson.
Ómaksins vert er að athuga betur vefsetur lýðræðissetursins (abcd.is). Þar er tekið á mörgum málum og þó ekki sé um algild sannindi að ræða í atkvæðagreiðslu þeirri sem þar er fjallað um, er sú aðferð allar athygli verð. Það er t.d. alls ekki víst að eðlilegt sé að sami munur sé á milli kosta númer 1 og 2 og númer 10 og 11. Allt er þetta undir því komið að áhugi þátttakenda sé nægilega mikill. Vel mætti samt hugsa sér að prófa þessa aðferð t.d. í prófkjöri.
Vel er hægt að spara sér til óbóta. Ef t.d. ís og annað góðgæti (svo ég tali nú ekki um hamborgara og þessháttar) er svo ódýrt að greinilega borgar sig ekki að lifa á öðru, hollur matur er yfirleitt hafður miklu dýrari en annar (eins og hér er) o.s.frv., þá fara menn gjarnan að spara sér til óbóta. Þörfin fyrir að spara sér til óbóta hefur farið minnkandi lengi undanfarið því sá hluti tekna fólks sem til matarkaupa fer hefur farið sífellt minnkandi. Þarfirnar hafa að sjálfsögðu aukist einnig en sumar þeirra eru óttalegar gerviþarfir. Þar verður hver og einn að flokka hluti eftir eigin sannfæringu. Þannig m.a. næst það aukna heilbrigði sem greinilega hefur orðið hér á landi síðustu áratugina. Auðvitað eru fleiri atriði sem þar koma við sögu s.s. heilbrigðisþjónusta sú sem á boðstólum er o.s.frv..
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins virðist hafa skipt um skoðun einu sinni enn varðandi ESB. Nú vill hann hætta viðræðum eins og skot, þó það sé svo heimskulegt að hann ætti að sjá það sjálfur. Sennilega telur hann það samt koma sér betur varðandi áframhaldandi formennsku í flokknum. Við því er lítið að segja, en auðvitað bíða menn í ofvæni eftir næsta snúningi hans. Með þessu sem nú er orðið ljóst kemur hann e.t.v. í veg fyrir mótframboð á landsfundinum í haust.
Sjónvarpið íslenska hamast nú við að sýna gamlar íslenskar kvikmyndir. Sumum þeirra hefur maður alveg gleymt, en það er ekki verra en hvað annað að endurnýja kynnin við sumar. Aðrar eru samt óttalega lélegar og hafa elst illa.
Gjaldeyrismál öll eru óljós um þessar mundir. Íhaldsmenn spá að sterlingspundið yfirtaki evruna, en aðrir algjörri andstæðu þess. Núverandi átök á fjármálamörkuðum gætu vel orðið til þess að önnurhvor myntin tapi sjálfstæði sínu. Sumar myntir (t.d. danska krónan) eru nafnið eitt. Íslenska krónan er því miður ekki nothæf til neins nema halda niðri lífskjörunum hér á landi, þó sumir ímyndi sér annað.
Eystri jarðgangnamunninn í Héðinsfirði og umhverfið þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 22. ágúst 2011
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson