1449 - Eden

112Gamla myndin.
Þó óskýr sé, man ég að ég tók þessa mynd á Héraðsmóti Skarphéðins á Þjórsártúni. Það er Ingólfur Bárðarson kjötmeistari frá Selfossi sem þarna er í hástökki.

Þegar við sem búum í Kópavogi og nágrannasveitum bregðum okkur bæjarleið er alltaf eitthvað að frétta. Til þess er Landsbyggðin líka. Þó ekki sé sérlega langt að fara til Hveragerðis brá ég mér einmitt þangað um daginn. Eitt af því allra merkilegasta sem ég sá þar s.l. laugardag voru brunarústirnar þar sem Eden var einu sinni. Tók nokkrar myndir þar og þær má sjá héIMG 6881r:

1

IMG 68832

IMG 68843

IMG 68854

IMG 68865

Athyglisverðar myndir ekki vantar það. Þetta minnir mig auðvitað svolítið á þegar brann heima.

Hitti Sigga í Fagrahvammi og hann er að mestu hættur öllu garðyrkjuveseni. Stöðin hjá honum fór illa í jarðskjálftanum 2008. Skúrarnir hrundu allir, svo og Skrattabæli og flest gróðurhúsin. Hann sagði mér að verið væri að undirbúa bók um Hveragerði með viðtölum við þá elstu infæddu og hafði eftir Guðjóni Stefánssyni að Muggur bróðir hans væri talinn elsti núlifandi innfæddi Hvergerðingurinn. Kannski verð ég það einhverntíma. Ingibjörg og Sigrún eru nefnilega alls ekki fæddar í Hveragerði

Fór á skáldasýninguna í Þorlákssetri (Af hverju heitir það Þorlákssetur?) og þótti hún ekki sérlega merkileg nema þá helst fyrir þá sök að ég man ósköp vel eftir öllu þessu fólki og hlýt þess vegna að vera orðinn nokkuð gamall sjálfur.

Flest þeirra kenndu mér á sínum tíma og eru mér minnisstæðust fyrir það. Kristmanni man ég vel eftir í ljósbrúna rykfrakkanum sínum og með dökkgráa hattinn þar sem hann bíður í krakkaskaranum miðjum eftir að komast inn á 3 sýningu í Nýja Ferðabíóinu hennar Siggu og hans Eiríks. Já, auðvitað var Kristmann langstærstur í hópnum. Svona helmingi hærri en allir hinir. Fullorðið fólk fór auðvitað líka á þrjú sýningar og við krakkarnir (úllingarnir) jafnvel einnig. En okkur datt ekki í hug að vera ásamt smákrökkunum að troðast við hurðina inn í salinn. Kristmann var þó ekkert að velta þessu fyrir sér. Líklega þaulvanur misjöfnu umtali.

Spurningin sem oft gerir vart við sig í huga mér er hvort muni lifa lengur fésbókin eða bloggið. Byrjar hann nú einu sinni enn að bera þetta saman, andvarpar sennilega einhver. En mér finnst þetta alveg svolítið áhugaverð spurning. Einhvern tíma verður bloggið mitt kannski í tísku. Þá verður gaman að hafa haldið svona lengi tryggð við úreltan hlut. Jæja, ég skal þá hætta þessu.

Ekki veit ég hvers vegna það er en bloggið mitt í gær litu fleiri á en vanalega. Hugsanlega er það vegna andstöðu minnar við bæjarstjórann á Akranesi. Sé svo þá vil ég endurtaka það sem ég hef áður sagt í svörum við athugasemdum þar að ég legg til að reynt verði eftir föngum að koma honum úr embætti.

Svei mér þá. Tóti Badabing er nú farinn að stæla hafragrautaruppskriftirnar mínar. Segi ekki meira þó mér væri borgað fyrir. Tek ekki sénsinn á að reita hann til reiði. Satt að segja fer ég alltaf eftir ráðleggingunum sem komu uppúr hafragrautarbloggunum mínum og hef núna alltaf bæði hunang og kanel í mínum hafragraut og borða mikið af honum. Væri alvarlega strand ef örbylgjuofninn bilaði.

IMG 6317Götumynd.


Bloggfærslur 15. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband