13.8.2011 | 00:08
1447 - Skordýr á Kanarí og Íslandi

Þetta er Hvergerðingurinn Valur Valsson. Sonur Vals Einarssonar.
Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan fór ég í fyrsta sinn á ævinni til Kanaríeyja. Fyrirfram var ég svolítið með böggum hildar vegna þess að ég óttaðist að skordýralíf í hitabeltinu væri með þeim hætti að ég ætti erfitt með að sætta mig við það. Skemmst er frá því að segja að skordýrplágur og annar ófögnuður er að mínu mati miklu sjaldgæfari á Kanaríeyjum en á sumrin hér heima á Íslandi. Sú skýring sem mér dettur einna helst í hug er sú að íslensk skordýr þurfi að flýta sér mun meira en þau sem á Kanaríeyjum lifa. Aðallega auðvitað vegna þess hve sumarið er stutt hér á Fróni.
Líka kann að valda einhverju að við vorum á dálítið vernduðu og túristavænu svæði á Kanaríeyjum. Ég held þó að ástandið sé ekkert mikið verra annars staðar í hitabeltinu. Vel getur samt verið að flugur séu aðgangsharðari sumsstaðar.
Það er með öðrum orðum engin ástæða til að láta skordýraótta hræða sig frá hitabeltinu. Þar er lífið þó mjög ólíkt því sem er hér heima að því leyti að á hverju kvöldi dimmir og birtir ekki aftur fyrr en næsta morgun. Hér á Norðurslóðum eigum við því að venjast að þegar sólin er hæst á lofti þá er dagur allan sólarhringinn. Það er ekki fyrr en í ágúst sem fer að dimma á kvöldin.
Maður þarf samt alltaf að vera á varðbergi fyrir skordýrum ef manni er illa við þau. Maurar gera sig heimakomna næstum allsstaðar. Það þarf bara að ganga frá matvælum strax og búið er að borða. Ekki þýðir að bíða með það. Þá eru helvítin komin.
Mest var ég hissa á að flugur voru hvergi til vandræða. Maður sá varla slík óféti. Kakkalakkar og aðrar pöddur finnast að sjálfsögðu þarna en það virðist vera nokkuð auðvelt að halda þeim í skefjum.
Heldur vil ég vera dauður en rauður, sögðu hægri menn gjarnan áður fyrr. Líklega nota þeir þetta slagorð minna núorðið, enda gæti það misskilist. Upphaflega held ég að þetta hafi verið sagt í einhverju gríni. Rímið hefur síðan líklega haldið í því lífinu.
Þessi svokallaði frjálsi vilji er afskaplega lítils virði. Ef við finnum einhverja hvöt hjá okkur til að ganga gegn honum kennum við genunum um. Það er í tísku núna. Satt að segja er það oft mikið vafamál hvort við erum að meira leyti á valdi tilfinninganna eða skynseminnar. Við teljum sjálfum okkur samt trú um að við séum skynsemisverur. Vitum samt ekkert um það. Ætli við yrðum ekki síðust til að uppgötva eitthvað annað.
Í frétt á DV segir að bresk stjórnvöld íhugi hvort þau eigi að loka samskiptasíðum líkt og Twitter og Facebook. Hugsanlega er þetta meint í alvöru, en mér dettur ekki í hug að halda að bresk yfirvöld komist upp með neitt svonalagað. Það getur verið að Egypsk yfirvöld hafi komist upp með að loka fyrir Facebook og farsíma í vetur en aðgerðir af þessu tagi verða aldrei liðnar í þjóðfélagi á borð við Bretland. Það væri í mesta lagi hægt að trúa þessu uppá íslensk stjórnvöld en alls ekki bresk. Að ætla sér að hindra með þessum hætti samskipti fólks er beinlínis hlægilegt. Auðvitað eru yfirvöld skíthrædd við samskipti af þessu tagi en þegar þau eru einu sinni komin á í lýðræðisríkjum er ekki hægt að snúa til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. ágúst 2011
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson